Mörg mál af þessum toga á undanförnum árum?

Þetta mál er allt eins og furðulegur farsi. Sjeik frá Katar.... Það sem mér finnst þó vera furðulegast er að Ólafur hélt að hann myndi komast upp með þessar hundakúnstir.

"Jafnframt er óheimilt samkvæmt lögum að láta tengda aðila fá hagstæðari viðskiptakjör en almenna viðskiptavini bankans,“ segir lögmaðurinn."

Það getur varla verið ljósara. Hvort sem Ólafur fær að dúsa í steininum fyrir þetta eða ekki, þá fæ ég ekki séð að hann geti borið höfuðið átt í Íslensku samfélagi í framtíðinni.

Getur verið að hefð hafi skapast fyrir svona hundakúnstum á undanförnum árum? Fyrst Jón komst upp með þetta eitt árið, því skyldi ekki séra Jón komast upp með það næsta ár? Hver ber ábyrgð á því að svona viðskipahættir voru ekki upprættir með hörku þegar fyrst fór að bera á þeim? Það virðist næstum því hafa skapast hefð fyrir þessu og mörgum þessara peningamanna finnst að því er virðist ekkert athugavert við svona athæfi.

Gamla tuggan, "löglegt en siðlaust" á ekki við. Þetta virðist einfaldlega vera ólöglegt.

 


mbl.is Lánin mögulega lögbrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Morten Lange

Eitthvað á þessu leið fannst mér meðal þess mikilvægasta sem þyrfti  að koma inn í þessari umræðu. Mín skýra tilfinning er að fjölmiðlar hafa sagt frá fjölmörgun tilfellum af viðskiptum af sömu tegund í mörg ár.  Og fjölmiðlar sögðu frá þessu sem hin eðlilegasti hlutur.  Svona að öllu jöfnu.  Og ég skammast mín fyri rað hafa ekki kallað eins hátt og ég gat : "Keisarinn er án fata ! "

Morten Lange, 26.1.2009 kl. 00:28

2 Smámynd: Anna Svavarsdóttir

Já við vorum búin að heyra af viðskiptum af þessum toga árum saman.  Og eins og Morten segir þá þóttu þau eðlileg töff og mjög sniðug.  

Anna Svavarsdóttir, 26.1.2009 kl. 10:58

3 Smámynd: Hörður Þórðarson

Takk fyrir athugasemdirnar. Skelfilegt að svona svindl skuli einhvern tíma hafa þótt vera "sniðugt".

Hörður Þórðarson, 26.1.2009 kl. 16:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband