Ertu ennþá með hana?

Zen munkarnir Tanzan and Ekido voru eitt sinn á ferð um forugan veg.

Þegar þeir höfðu gengið um stund í grenjandi rigningu blasti við þeim íðilfögur unglingsstulka í skrautfatnaði. Stúlkuna langaði til að fara yfir veginn en vildi ekki óhreinka fötin svo hún beið eftir aðstoð.

"Komdu upp á mig" sagði þá Tanzan. Hann tók stúlkuna á háhest og bar hana yfir forina.

Ekido mælti ekki orð af vörum fyrr en þeir komu að hofi þar sem þeir hugðust gista um nóttina. Þá gat hann ekki lengur haldi aftur af sér. "Við munkar eigum ekki að koma nálægt kvennfólki", sagði hann við Tanzan, "og sérstaklega ekki ungum og yndisfögrum! Það er mjög hættulegt, hvers vegna gerðir þú þetta"?

"Ég skildi stúlkuna eftir við veginn" sagði þá Tanzan. "Ert þú ennþá með hana?"


Skörp kuldaskil yfir landinu

Ef einhver hefur áhuga, þá hef ég greint kuldaskilin yfir landinu fyrir klukkan 12 á hádegi. Fyrst er mynd sem sýnir hitastig við yfirborð úr spálíkani. Seinni myndin sýnir jafnþrýstilínur sem hafa verið lagaðar til handvirkt.

Eins og sjá má eru andstæðurnar miklar, 16 stiga frost við strönd Grænlands en 8 stiga hiti skammt fyrir suðaustan land.

Icetemp

Iceanalysis


Sjálfstæði þjóðarinnar í hættu

Þeir sem ekki geta greitt sín gjöld glata að lokum sínu fjárhagslega sjálfstæði. Valdið yfir fjármálum þeirra færist úr þeirra höndum til lánardrotna. Þetta hafa því miður margir einstaklingar á Íslandi fengið að reyna. 

Ég hef áhyggjur af því að þjóðin sé að missa sjálfstæði sitt vegna þess að ekki tekst að koma böndum á útgjöld ríkissins. Hvers virði er eiginlega þetta sjálfstæði? Þetta er spurning sem almenningur og stjórnvöld verða að horfast í augu við. 

Er betra að vera sjálfstæð þjóð og sleppa sandkassaleik við suðurströndina, sleppa stjórnlagaþingi, fækka þingmönnum niður í 11, spara tvo milljarða í utanríksþjónustunni og fleirri annars staðar í stjórnkerfinu eða er betra að halda áfram á þessari glórulausu braut og láta að lokum erlenda lánardrotna taka völdin?

Er einhver stjórnmálamaður til sem hefur kjark og dug til þess að gera það sem gera þarf til að íslendingar haldi sínu sjálfstæði? Eru þetta eintómir einkavinavæddir rakkar sem þora ekki að gera neitt sem gæti valdið þeim óvinsælda eða traðka á tám einhverja sem þeir þekkja eða eru á einhvern annan hátt tengdir eins og svo margir á Íslandi eru?

 


mbl.is Útgjöld hækka um 9 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. desember 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband