Janteloven

"Generally used colloquially as a sociological term to negatively describe an attitude towards individuality and success claimed to be common in Scandinavia, it refers to a supposed snide, jealous and narrow small-town mentality which refuses to acknowledge individual effort and places all emphasis on the collective, while punishing those who stand out as achievers."

http://en.wikipedia.org/wiki/Jante_Law

Þetta lögmál er sterkt í þessu ríki leiðilegra smákarla. 

Ég er ný búinn að lesa um ferð Roald Amundsens til suðurpólsins. Hann stóð upp úr fjöldanum og norðmenn vildu ekkert með hann hafa og enga aðstoð veita honum. Það hefði getað farið illa ef ekki hefði til komið hjálp auðmanns í Argentínu. Svona voru þeir og greinilegt er að svona eru þeir enn, greyin. 

 

"There are ten different rules in the law as defined by Sandemose, but they all express variations on a single theme and are usually referred to as a homogeneous unit: Don't think you're anyone special or that you're better than us.

The ten rules state:

  1. Don't think that you are special.
  2. Don't think that you are of the same standing as others.
  3. Don't think that you are smarter than others.
  4. Don't fancy yourself as being better than others.
  5. Don't think that you know more than others.
  6. Don't think that you are more important than others.
  7. Don't think that you are good at anything.
  8. Don't laugh at others.
  9. Don't think that any one of us cares about you.
  10. Don't think that you can teach others anything.

A further rule recognised in the novel is: 11. Don't think that there is anything we don't know about you."


mbl.is Tók stöðu gegn Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Norðmenn í hnotskurn! Erfitt að vera Íslendingur þar núna,við hugsum nefnilega akkurat öfugt við janteloven. En eins og svar þeirra við öllu er "sånn er det bara".

persona (IP-tala skráð) 23.5.2010 kl. 11:30

2 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Þið eru ágætir báðir tveir, látið fyrirsögnina hlaupa með ykkur í gönur og í tilfinnangalegri þjóðerniskenndinni sem skapast af því, yfirsést ykkur að Sandemose var Dansk/Norskur rithöfundur og Norðmenn tóku meir en aðrir  "Jantelov"gagnrýnina alvarlega og hristu þetta svo af sér fyrir löngu,(kannsi við ættum að hlusta meir á okkar rithöfunda ?) nú er slagorðið "Det er typisk Norsk å Være God" skapað af Gro Harlem Brundtland 1992 og þá kom nú heldur betur í ljós hverjir voru virkilega haldnir "jantelov" syndróminu, flest fjölmiðlar nágrannaríkjanna (íslensk meðtalin) reyndu að gera þetta slagorð hlægilegt, en mistókst auðvitað.  

Hversu lélega sem norðmenn kunna að hafa komið fram við Amundsen og aðra sína framámenn á árum áður, þá er þetta heldur betur öðruvísi í dag, gera sínum "hetjum" vel  og eru stoltir af eigin stöðu í veröldinni, og sjálfsmyndin aldrei verið betri.

Hvað hafa Íslendingar gert á síðustu áratugum til að bæta sjálfa sig og álit veraldar á sér ???, og hvernig sjálfsmynd Íslendinga nú?

En fréttin sem bloggið er tengt snýst nú eiginlega um hvernig Ásgeir Jónsson í nýjustu bók sinni, bendir á (ekkert nýtt, er margbúinn að lesa um þetta áður) hvernig Herlov Håvik, þáverandi spekúlant í "Statens Pensjonfond Utland" "short" verslaði hlutabréf í íslensku bönkunum, vel vitandi að þeir voru á leið niður, og skaffaði þar með einhverjar krónur í sjóðinn, Ásgeir segir svo: "að hann efist um að hægt sé að kenna olíusjóðnum um fall íslenska fjármálakerfisins. Hins vegar sé spurning hvort siðferðilega rétt hafi verið af olíusjóðnum að beita afli sínu á markaði með litlu regluverki til að græða á því að taka stöðu gegn fjármálakerfi nágrannaríkis síns."

"efist um", siðferðilega rétt", litlu regluverki", og "taka stöðu" eru orð sem hann notar vel vitandi hvernig fyrirsögnin mun líta út, sem aftur setur þjóðerniskenndina hjá æði mörgum á fulla ferð og svo verða mörg viðbrögðin  froðubull um hversu miklil fífl, smámenni (??) ofbeldis og yfirgangsmenn og alltaf úti eftir að klekkja á litla Íslandi norðmenn eru. Í alvöru ????

Það er bara gott að hann hafi núna eftir að hafa lokið sínum afrekum hjá Kaupþingi, skuli taka að sér að "kenna" nágrannalöndum "siðfræði" hann hefur áður reynt að kenna dönum "mannasiði" sbr  HÉR en veit ekki hvort verður hlustað á hann hér.

Hitt er svo annað, að olíusjóðurinn er mjög umdeildur, var það fyrir kreppu og er ekki síður núna, því þó þeir sem eru settir af ábyrgðamönnum sjóðsins til að ná sem bestum afrakstri, þá er krafan líka sú að það sé gert á öglegan hátt og einnig að siðferðis skuli gætt sem kostur er, og þar stendur hnífurinn oft í kúnni, því eins og margir hér (sífellt fleiri raddir) benda á, lifir sjóðurinn næstum eigin lífi í núverandi mynd sinni og er þar með oft á gráum svæðum hvað lög, reglur og siðferði ræðir, það er sífellt verið að taka til baka fjárfestingar sem ekki samræmast þessum reglum um sjóðinn sbr. listi yfir fyrirtæki neðar á síðu sem linkurinn ofar hér bendir á.(Excluded Companies).

Ég persónulega styð þá sem vilja nota meir af þessum sjóði í dag til að fjárfesta í vegakerfi, járnbrautum og öðrum samgöngukerfum,skólum sjúkrahúsum ofl. sem varir, til góða fyrir bæði núverandi og komandi kynslóðir, og þar með yrði minna á þessum "brask" reikningum erlendis.

Svo eru einnig margir sem vilja að góðum hlut verði lánað/veitt til að hjálpa Íslandi á réttann kjöl eftir hrunið, svo vini vantar ekki hér. ;)

En allt þetta hefur EKKERT með hug norðmanna til Íslendinga að gera, sem er ótrúleg vinsamlegur jafnvel eftir hrun, þrátt fyrir að hrunið lenti líka í stórum mæli á norskum bönkum, fyrirtækjum og einstaklingum, meira að segja tapaði jú olíusjóðurinn "öllum" shortgróðanum fyrir rest líka.

Það er mjög gott að vera Íslendingur í Noregi, og enn betra þegar maður er búinn að lagfæra og minnka eiginn fordóma og alhæfingar, og kann að vera stoltur af því sem maður er án þess að þurfa að draga aðra niður í hræðslu við samanburðinn. 

MBKV að "Utan"

KH

Kristján Hilmarsson, 23.5.2010 kl. 13:53

3 identicon

Gaman að sjá málefnaleg innskot í þessa umræðu og ég þakka þér fyrir það, Kristján.

Það er áhugavert hvað sumir leggja mikið á sig til að falla inn í hópinn. Margir láta undann þegar það verður of erfitt að verja littla mannin fyrir þeim stóra, og á endanum er svo hanskinn tekinn upp fyrir kvalarann í tíma og ótíma. Þetta sér maður því miður of oft í td danmörku. Þeir sem eru sterkir standa á sínu og láta sig ekki bugast þó á móti blási. Þetta getur verið erfitt, Kristján. En ég vona að minnsta kosti að þú hafir reynt að standa á þínu áður en þú gafst upp.

Ég hef því miður horft uppá allt of marga Íslendinga koma hingað til noregs í leit að betra lífi og einungis mætt fordómum, lágkúru og atvinnuleysi. Og þar er meðtalið það fólk sem gerði heimavinnuna sína áður en þau lögðu af stað. Upp til hópa er þetta alveg ágætis fólk og ég á marga góða vini hérna og þyki vænt um þá alla. En þegar allt kemur til alls þá hafa norðmenn gert lítið annað sem er virðingarvert en að finna olíu. Þeir hafa komið sér vel fyrir og notað lottó vinninginn í það. Ég er þakklátur fyrir að mínu kæru vinir hérna hafi það ágætt þó svo að þeir búi við þröngsýni, menningarskort, leti, fordóma og ofur-efnishyggju. Að þeir henda peningum í öll vandamál án þess að hafa hæfni til að leysa þau, sbr heilsukerfið og almenningssamgöngur, er önnur saga.

Afrekasagan er heldur aum og kannski svipuð og okkar Íslendinga, þó svo að þeir séu um það bil 15 sinnum fleirri. Í stuttu máli sagt eru norðmenn stoltir yfir mörgu sem við gerum betur en þeir. Þar má td nefna framsækni og nýsköpun. En þeir fundu að vísu upp ostaskerann, og geta verið stoltir yfir því!

Það er allavegana kominn tími á mig að flytja eitthvað annað.

Góðar stundir.

Ásgeir Örn (IP-tala skráð) 23.5.2010 kl. 14:38

4 identicon

Hei Kristján annað hvort hefuru aldrei búið í Noregi eða þú hefur búið of lengi í Noregi. Hef hitt "Íslendinga" í Noregi sem eru ekki lengur neinir Íslendingar,hafa ekki komið heim í 20 ár.

Kanski ættu þeir að nota olíupeninginn til nýsköpunar og kanski þeir verði framsæknari. Vona innilega að þeir láti okkur ekki hafa krónu,fengi að heyra það þá. Yrði að hætta að vinnunni. Er löngu fluttur og sé ekki eftir því,hint til Ásgeirs.

persóna (IP-tala skráð) 23.5.2010 kl. 15:45

5 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Ásgeir Örn ! (á ég að þakka fyrir 1.setninguna ?) og reyndar "persona" líka !

Það skiftir engu máli hvað lengi né stutt er dvalist fyrir utan landsteinana, ef maður gerir það ekki með opin augun og tekur við þeim lærdómi og reynslu sem í boði er, er maður ekki meiri Íslendingur fyrir vikið, heldur bara innilokaður og þröngsýnn, en ef maður aftur á móti tekur á móti þessum lærdómi, þá öðlast maður víðsýni og visku sem hægt er svo að taka með sér "heim" aftur sér og öðrum  til gagns og góðs, því ef farið er í gegn um söguna, þá er það reyndar ekki lítið sem norðmenn hafa kennt Íslendingum upp í gegn um kynslóðir, ekki síst í fiskveiðum og vinnslu afurða, en svona vilja þeir sem af einskærri þröngsýni eru bæði blindir og heyrnalausir fyrir staðreyndum ekki heyra, svo það er líklega kastað á glæ hér, eins hitt að það eina sem norðmenn hafi gert af viti var að finna olíu ?? olía og gas eru reyndar 40% af útflutningsverðmæti landsins, en er svo aðeins 15 % af fjárlögum, svo faktískt þá væri Noregur vel stæður án olíunnar, vegna útsjónasemi og dugnaðar á mörgum sviðum, fiskeldi, fiskveiðum, stóriðju omfl. líkt og Íslendingar, en ættu auðvitað ekki sjóðinn umrædda nema vegna olíunnar, það er einnig sagt að íslendingar séu framar norðmönnum í "framsækni og nýsköpun" já einmitt !!! 

Ef svona þröngsýni með tilheyrandi og tilhæfulausum fordómum, sem þið setjið fram hér, er að vera Íslendingur í ykkar augum "so be it" en sem betur fer ráðið þið því ekki hver og hvernig Íslendingur er, og ef þetta er ekki "jantelov" hér hjá ykkur veit ég ekki hvað.

Endurtek og stend við það sem ég setti í fyrra innleggið.

"Það er mjög gott að vera Íslendingur í Noregi, og enn betra þegar maður er búinn að lagfæra og minnka eiginn fordóma og alhæfingar, og kann að vera stoltur af því sem maður er án þess að þurfa að draga aðra niður í hræðslu við samanburðinn." 

Að ykkur tókst ekki að losna við þann þunga farangur sem fordómar ykkar eru, er leitt, en lítið við því að gera, en þið hafi samt sjensinn ennþá.

MBKV. Að "UTAN"

KH

Kristján Hilmarsson, 23.5.2010 kl. 17:00

6 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Og eitt enn, ég gefst Aldrei upp Ásgeir, það vita mínir nánustu sem treysta á mig, hvorki fyrir þér né öðrum, einungis minni eigin sannfæringu og það er ekki að gefast í orðabók okkar sem  höfum svona meðal víðsýni.

Vona að þú finnir þig þrátt fyrir allt hérna, ekkert er fullkomið,maður lifandi, en sumt er bara rétt og slétt betra en annað.

Góðar stundir ;)

KH

Kristján Hilmarsson, 23.5.2010 kl. 17:17

7 Smámynd: Hörður Þórðarson

Skemmtileg umræða, takk fyrir athugasemdirnar. Ég vil benda á að ég byggi álit mitt ekki á neinum fordómum. Ég hef búið í Noregi í 6 ár. Ég hef búið í nokkrum öðrum löndum og hef þannig góðan samanburð. Ég fór þangað alveg saklaus og fordómalaus en kom þaðan með fengna reynslu sem ég byggi álit mitt á.

Auðvitað er ekki hægt að alhæfa um heila þjóð. Hins vegar get ég fullyrt að janteloven er sterk í þessu landi.

Hörður Þórðarson, 23.5.2010 kl. 20:21

8 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Já Hörður ! þú mátt bara vera nokkuð ánægður, þetta varð svoldið líflegt hérna um tíma, og auðvitað er "janteloven" í gangi ennþá bæði hér og þar, þó hún sé minni en á tíma Sandemose.

Og takk Sömuleiðis fyrir að fá að "blaðra" hér hjá þér.

Góðar stundir

MBKV

KH 

Kristján Hilmarsson, 23.5.2010 kl. 21:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband