Að skattleggja tap

Mér fyndist sjálfsagt að hækka fjármagnstekjuskatt í 20% ef hann væri raunverulega skattur á tekjur. Ef maður fær 5% vexti þegar verðbólgan er 7% hefur maður tapað 2% eða hvað? Hvernig er það verjandi að taka 20% af þeirri þessum vöxtum sem nægja ekki einu sinni til að það fé sem er á sparireikning haldi verðgildi sínu? Í mínum augum er í slíkum tilfellum um hreinan þjófnað að ræða og ætti að refsa þeim aðilum sem gera sig seka um slíkt.

Íslenska ríkið er of dýrt í rekstri og ef þjóðin ætlar að halda sjálfstæði sínu (það má deila um hvort íslendingar eru sjálfstæðir nú þegar þetta er skrifað og erlendir lánardrotnar virðast ráða ríkum í landinu) verða þeir að sníða sér stakk eftir vexti. Rándýr ríksrekstur með 63 þingmönnum og untanríksþjónustu sem er allt of dýr er enfaldlega til þess fallinn að sökkva skútunni. Við þurfum ekki 63 atvinnuþrasara. Við þurfum ekki sendiráð hingað og þangað...


mbl.is Vilja hækka hátekjuskatt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband