Vanræksla

Þeir foreldrar sem koma í veg fyrir að börnin sín hafi sömu tækifæri og möguleika og aðrir vegna þess að þeir þjást af einhverri hömlun sjálfir eru illa úti að aka. Í mínum augum er þetta ekkert annað en vanræksla.

"Heyrnarlausir geta gert svo að segja allt sem fólk með fulla heyrn getur gert og lifað alveg jafninnihaldsríku lífi"

Ef börnin heyrðu, myndu þessir foreldrar þá gera þá heyrnalausa vegna þess að heyrnarlausir geta gert svo að segja allt sem fólk með fulla heyrn getur gert og lifað alveg jafninnihaldsríku lífi? Veltum þessu aðeins fyrir okkur. Það er í rauninni þetta sem fólkið er að gera. Börnin hafa möguleika á að geta heyrt en foreldrarnir koma í veg fyrir það. Fyrir mér eru þetta vondir foreldrar.


mbl.is „Ég er ekki vond móðir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

NEi þau myndu ekki gera þau heyrnarlaus vegna þess að þau eru nýbúin að segja þér að þau séu ákveðin í að að læknisfræðileg inngrip muni ekki leysa neitt.

Auk þess sem að svipta einstakling heyrn jafngildir því að svipta hann lífsgæðum. Og þar með þarf einstaklingurinn að læra tjáningu upp á nýtt. Sama gildir með heyrnarlausan, hann hefur öðlast ákveðin lífsgæði með skynjun og tjáningu sem hljóðlaus heimur hefur fært honum, og eru okkur ókunnugir. Sömuleiðis hefur sá heyrnarlausi alist upp í samfélagi heyrnarlausra og fundið þar öryggi sitt. Það skaðar þig ekki að líta á málin út frá breiðum grunni sjáðu til.

En hvað um það, ég reikna með að foreldrarnir hafi nú spurt krakkana sína, hvort þau vilji kuðungsígræðslu. Og sömuleiðis myndir þú spyrja barnið þitt hvort það myndi vilja verða heyrnarlaust. Ætli svörin séu ekki nei á báðum vígstöðvum? Veit það ekki.

Jón (IP-tala skráð) 30.3.2014 kl. 10:19

2 Smámynd: Hörður Þórðarson

"NEi þau myndu ekki gera þau heyrnarlaus vegna þess að þau eru nýbúin að segja þér að þau séu ákveðin í að að læknisfræðileg inngrip muni ekki leysa neitt"

Þau vita það auðvitað betur en læknar? Hvað ef börnum er neitað um læknisfræðilega aðstoð af trúarlegum ástæðum? Finnst þér það allt í lagi? Börnin eru jú spurð og þau eru sammála foreldrunum, enda alin upp í trú foreldranna, vita ekkert annað og þora ekki annað en að vera sammála kreddum foreldranna.

Ef þig langar til að öðlast "lífsgæði" heyrnarlausra, þá skalt þú bara gera það sem þarf til þess.  Verði þér að góðu.

Hörður Þórðarson, 30.3.2014 kl. 13:17

3 identicon

Tvennt vekur athygli hjá þér í andsvarinu, í fyrsta lagi að leggja að jöfnu læknisfræðilega aðstoð og læknisfræðilegt inngrip. Hið fyrrnefna felur í sér lækningu vegna sjúkdóms (sem ógnar velferð og heilsu viðkomandi). Þessi börn eru ekki veik og þurfa því ekki læknisaðstoð vegna heyrnarleysis. Ég felli mig ekki við að foreldrar né forráðamenn neiti börnum um læknisaðstoð. Þar erum við sammála. Um það snýst bara ekki málið í umræddu tilviki.

Seinna atriðið er athygli vekur, er að þú setjir lífsgæði heyrnarlausra í gæsalappir. Það fær mann til að ætla að þér finnist lífsgæði þeirra annars flokks. Sem þau eru ekki endilega. Þó veit ég það ekki.

Jón (IP-tala skráð) 30.3.2014 kl. 16:19

4 Smámynd: Hörður Þórðarson

 http://www.duhaime.org/CrimeandSafety/LawArticle-57/Jogging-Safety.aspx

 "

  • Do not jog or run with a walkman or portable radio or music-player under any circumstances. Some serious injuries can be avoided given a moment's notice of an onrushing vehicle. Earphones will rob you of that chance by virtually eliminating your hearing. You will be oblivious to car horns or hollers to "watch out"."

"

  • Do not jog or run when deaf under any circumstances. Some serious injuries can be avoided given a moment's notice of an onrushing vehicle. Being deaf will rob you of that chance by virtually eliminating your hearing. You will be oblivious to car horns or hollers to "watch out"."

 /////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////

Annars flokks? Ég er litblindur og tel lífsgæði mín annars flokks miðað við þá sem hafa fulla litasjón. Ég vildi þó miklu fremur vera litblindur en heyrnalaus.

Myndi ég lækna börn mín af litblindu ef það væri hægt? Auðvitað! Ekki er nein ástæða til að láta neinn sætta sig við fötlun ef hægt er að lagfæra hana. Ekki er ég svo eigingjarn eða vitlaus að ég myndi láta börnin mín lifa lífinu litblind ef hægt væri að laga það, og þaðan af síður væri ég slíkur orðhengill að mér fyndist það skipta máli hvort litblinda væri skilgreind sem sjúkdómur eða ekki.

Hörður Þórðarson, 30.3.2014 kl. 19:11

5 identicon

Þér fer fram. En þessi dæmi um skokkara með heyrnartækin eru marklítil vegna þess að þar fer heyrandi maður út í umferð með skyndilega heyrnarskerðingu vegna tónlistar í eyrum o.s.frv. Hann kann ekki að haga sér án heyrnar og passar sig ekki. Hinsvegar er sá sem hefur verið heyrnarlaus frá fæðingu margfalt hæfari til að greina hættur og passa sig. Þér hefur ekki tekist að sannfæra mig um að foreldrarnir umræddu sýni börnum sínum vanrækslu. Þú spurðir í upphafi hvort foreldrarnir vissu betur en læknar hvað hentaði börnum þeirra. Ég tel svarið já. Því til viðbótar telur þú þig hafa meiri þekkingu á hagsmunum þessara barna en foreldrarnir. Sem er þónokkur ábyrgð.

Jón (IP-tala skráð) 30.3.2014 kl. 21:56

6 Smámynd: Hörður Þórðarson

"Hinsvegar er sá sem hefur verið heyrnarlaus frá fæðingu margfalt hæfari til að greina hættur og passa sig."

Að sjálfsögðu verður sá sem hefur skert skynfæri að haga sér samkvæmt því. Blindur mað fer ekki hlaupandi um svæði sem hann þekkir ekki án leiðsögumanns. Ég sé hins vegar ekki hvers vegna þessi börn skuli þurfa að búa við þessa skerðingu, sérstaklega þegar rökin fyrir því að laga þetta ekki eru svo veik sem raun ber vitni.  Eins og þú segir, þeir sem heyra ekki verða að haga sér öðru vísi en þeir sem heyra, "greina hættur og passa sig".

Heyrnarlausa móðirin segir "Heyrnarlausir geta gert svo að segja allt sem fólk með fulla heyrn getur gert". Hún veit satt að segja ekkert hvað hún er að tala um því hún veit ekki hvað það er að hafa fulla heyrn. Þessi rök eru þess vegna marklaus. Ég vildi óska þess að kona þessi gæti rökstutt afstöði sína betur. Það myndi hjálpa mér að skilja hvers vegna hún vill að börnin verði áfram fötluð. Ég trúi því ekki að hún vilji það bara til þess að krakkarnir verði eins og mamma og pabbi.  

Hörður Þórðarson, 31.3.2014 kl. 01:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband