Ómerkilegur dómur

Það er synd að heyra að dómarar landsréttar séu svona siðlausir. 

"Í dómi Lands­rétt­ar kom fram að ekki færi milli mála að um­mæl­in hefðu falið í sér aðdrótt­an­ir um al­var­leg brot og siðferðis­lega ámæl­is­verða hátt­semi. Hins veg­ar var ekki hjá því litið að fyr­ir lá grun­ur um brotið sem byggður var á ábend­ingu."

Það er nefnilega það. Ég má sem sagt ranglega flytja fréttir um að nafngreindur dómari í landsrétti sé sekur um ýmsa glæpi og að ég geti komist upp með það ef frétt mín er byggð á "ábendingu"? Ég sé ekki betur en að þessu dómur gefi íslendingum frítt spil ef þá langar til að ófrægja einhvern. 

Ég hef grun um að dómarar landsréttar séu samsafn of ösnum og fávitum. Ég hef nefnilega fengið ábendingu um það... 


mbl.is Landsréttur staðfestir sýknudóm í Sjanghæ-máli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Hörður.

Ég verð að taka undir þetta álit þitt og tel að síðasta málsgreinin í færslu þinni eigi við rök að styðjast.

Dómstólar og dómar þeirra hér á landi eru fyrst og fremst hagsmunatengdir og því, þegar það hentar yfirmönnum þeirra, þá eru þeir, ef þannig ber undir bæði óréttlátir og óeðlilegir, eins og greinilega á við í þessu máli.

Ég gat ekki annað en glott í gærdag, þegar eitt hinna nýju förðuðu andlita lögregluyfirvalda hafði orð á því að albanskur karlmaður hefði viðurkennt að hafa myrt landa sinn nýlega, en síðan bætti hún við að játning sakbornings án frekari sannana dygði auðvitað ekki ein og sér.

Þú gætir Hörður lesið þér til gamans og fróðleiks um tvöfeldni og tvískinnung, jafnvel núlifandi þjóna þessara sömu hagsmuna ef þú opnar eftirfarandi hlekk: www.mal214.com

Jónatan Karlsson, 27.3.2021 kl. 10:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband