21.1.2009 | 08:29
Lýðskrum og sýndarmennska
Lýðskrum og sýndarmennska eru þau orð sem fyrst koma upp í hugann þegar þessi frétt er lesin. Ef samfylkingin vill raunverulega kosninger getur hún slitið stjórnarsamstarfinu í dag.
Ríkisstjórnin þarf annað hvort að fara að taka á þeim vanda sem núna blasir við eða koma sér í burtu og leyfa þeim að taka við sem hafa að minnsta kosti vilja til að gera eitthvað.
Ef ríkisstjórnin gerir ekki eitthvað strax í dag til að tryggja atvinnu og auka á bjartsýni í landinu liggur ekkert annað fyrir en frekari vonleysi og landflótti. Að eyða tíma í svona útúrsnúninga og smámuni eins og bjór og léttvín í verslunum er glæpsamlegt.
Meirihluti geti krafist kosninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Hörður !
Þú kemur beint að kjarna málsins: "Ef ríkisstjórnin gerir ekki eitthvað strax í dag til að tryggja atvinnu og auka á bjartsýni í landinu liggur ekkert annað fyrir en frekari vonleysi og landflótti."
Málið er aðgerðir í dag, en ekki á morgun eða hinn. Ég hef miklar áhyggjur af lánleysi og sundurlyndi núverandi stjórnvalda hér á Íslandi.
Bestu kveðjur
Einar Sv.
Einar Sveinbjörnsson, 21.1.2009 kl. 09:09
lýðskrum, má vera. á hinn bóginn er það svo að m.a. samstarfsflokkur þeirra í ríkisstjórn og sömuleiðis aðrir Samfylkingarmenn munu aldrei viðurkenna að meirihluti landsmanna vilji stjórnarslit og kosningar fyrr en þeir sjá það svart á hvítu (þeir eru blindir fyrir fjölda mótmælenda og telja kannanir ekki með sem gildar, virðast þar gersneyddir kunnáttu í tölfræði - og reyndar svo mörgu öðru!). að því leyti er þetta sterkur leikur hjá þingmönnum Samfylkingar.
Líney (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 09:29
Sæll Einar, takk fyrir athugasemdina.
Hörður Þórðarson, 21.1.2009 kl. 10:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.