Datt einhverjum í hug að hann hafi logið þessu?

Það er stórkostlegt að maðurinn skuli hafa lifað þetta af og ég ósk honum til hamingju með það.

Mér finst það hinns vegar sæta miklum furðum að einhverjum hafi dottið í hug að hann hafi logið til um þetta. Hvað halda þeir að maðurinn hafi verið að gera all þessa mánuði og hvar halda þeir að hann hafi verið. Úti í geimnum kannski? Hjá "aliens"? 


mbl.is Dóra landkönnuður kom til bjargar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætti fólk ekki að leiðrétta sig sjálft?

Ég velti því fyrir mér hvað gerist ef einhver kaupir hús og fasteignin hækkar síðan í verði, þannig að verð hússins eykst í hlutfali við lánið og kaupandinn græðir. Verður kaupandinn þá að borga gróðann í sjóð sem verður notaður til að leiðrétta tapið þegar fasteignir lækkar í hlutfalli við lán?

Mér fyndist það sanngjarnt, úr því fólk fær bætur fyrir tapið þegar fasteignir lækka í hlutfalli við lán.

Kannski væri betra að láta fólk bera ábyrgð á eigin gjörningum. Best væri að fólk notaði góðæri til að spara til mögru árana. Þá gæti það leiðrétt sig sjálft.

Annars er þessi leiðrétting ekki upp á marga fiska. Fyrir fjórar milljónir er hægt að kaupa farsíma, flatskjá, tölvu, ferð til útlanda og partí, varla mikið meira. Ég hefði viljað minnst 40 milljónir, mér finst þeir ekki alveg vera að standa sig í atkvæðakaupunum... 


mbl.is Greiðslubyrði lána lækkar strax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

50 þúsund í súginn?

Hvað um þá sem eru ný búnir að asnast til að kaupa svona fón fyrir 159.900? Fá þeir 50 þúsund kallinn tilbaka? Er fólk ekki að fara að sjá hversu mikil heimska það er að borga svona mikið fyrir símtæki þegar hægt er að fá þau miklu ódýrara ef það er ekki æfónn?
mbl.is iPhone 50 þúsund kr. ódýrari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endalok frelsis

Notkun á reiðufé er lykill þess að fólk geti gert það sem það vill gera án afskipta annarra, til dæmis yfirvalda og án þess að aðrir hafi upplýsingar um það hvað fólk notaði peninga til að gera. Ef hætt verður að nota reiðufé merkir það endalok friðhelgi einkalífs fólks og endalok frelsis.

Hvers vegna endalok frelsis? Vegna þess að yfirvöld munu það geta með einu einu pennastriki tekið hluta eða alla þá rafrænu peninga sem þau vilja. Þú hefur ekki lengur frelsi til þess að gera neitt án þess að stóri bróðir vita hvað þú varst að gera. 

Ef fólk vill vera eins og rottur í búri sem fylgst er með allan sólarhringinn og eigandinn getur refsað eða umbunað þeim að vild, þá ætti fólk að styðja reiðufjárlaust samfélag.

Eftir að hafa búið nokkur ár í Noregi skil ég vel að svona hugmyndir skuli koma þaðan. Þeir eru margir þar sem eru hræddir við að vera sjálfstæðir og vilja vera undur stjórn æðra valds. Þeir óttast líka aðra, sem vilja ekki beygja sig undir þetta vald. Það verður að setja þá alla í hlekki.


mbl.is Vill hætta notkun á reiðufé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Brennsluæfingar" eru tímasóun.

Ef þig langar til að losna við kíló er best að borða minna. Til þess að losna við orkuna úr einu litlu súkkulaðistykki þyrfti að stunda svokallaða brennsluæfingu í langan tíma og það væri miklu skynsamlegara að sleppa bara súkkulaðinu.

Æfingar til að styrkja líkamann, efla heilsu og þrek eru hins vegar allt annað mál. Að lyfta þungum lóðum, með réttri líkamsbeytingu, er mjög gott. Það er líka gott að stunda það sem á ensku kallast "interval training", það er að gefa virkilega vel í í stuttan tíma, taka smá hlé og endurtaka það síðan. Þannig æfingar stuðla að því að leysa góð hormón úr læðingi, styrkja ofnæmskerfið og brenna orku, líka eftir að æfingunum er lokið.

Að fara í aerobic tíma sem endist til dæmis í klukkustund er ekki jafn gott. Hvers vegna? Það er vegna þess að þú getur ekki unnið af jafn miklum krafti í klukkutíma og þú getur gert í 30 til 60 sekúndur. Það er betra að gefa 100% stuttan tíma, hvíla sig og endurtaka nokkrum sinnum, frekar en að vera að puða á 80% styrk í klukkutíma. Auk þess er þetta klukkutíma puð yfirleitt erfitt og leiðinlegt. Það er miklu meira gaman að hlaupa, synda eða hjóla á fullu í stuttum sprettum, að minnsta kosti finnst mér það.

Þær æfingar sem mér finns einna mest niðurdrepandi eru þær sem kallaðar eru "curcuit training". Þær eru langar, erfiðar, niðurdrepandi og stuðla að slæmri líkamsbeitingu. Ég legg til að fólk haldi sig fjarri slíku. Hægt er að ná betri árangri hraðar með æfingum sem eru skemmtilegari og fljótlegri.

Þetta kemur mér ekkert á óvart: "Það sem kom á óvart var að þeir sem lyfta þungum lóðum breyta fitu í vöðva en hinir missa vöðva og fitu í æfingum sínum." 


mbl.is „Konur geta ekki fengið risastóra vöðva“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á þetta að vera fyndið?

Er ekki verið að lítilsvirða dóminn þegar fluttir eru brandarar á borð við:

"Stjórnendur Kaupþings hafa við skýrslutöku í héraðsdómi sagt að kaup Al Thani á hlut í Kaupþingi í september 2008 hafi styrkt stöðu bankans og staða hans væri 3,5 milljörðum betri en ef þessi viðskipti hefðu aldrei átt sér stað. Þeir hafa viðurkennt að Kaupþing hafi lánað allt kaupverðið, en það kom ekki fram í tilkynningu sem send var Kauphöllinni á sínum tíma. Ekki var þar heldur getið um aðild Ólafs Ólafssonar að viðskiptunum. Stjórnendur bankans segja að þessar upplýsingar hafi ekki þurft að koma fram í tilkynningunni."

Þetta hlýtur að vera djók.  Stjórnendurnir halda því fram að þessi kaup hafi styrkt stöðu bankans en segja síðan að ekki hafi þurft að segja að bankinn var í raun og veru að kaupa sjálfan sig!!!

Að halda því fram að staða bankans hafi eitthvað styrkst við þetta er lýgi, til þess fallin að blekkja og hafa áhrif á markað, augljóslega í auðgunarskyni. Stjórnendur bankans verða vonand látnir sæta þeirri ábyrgð sem þeir tóku á sig. Enda fengu þeir laun í samræmi við það. 


mbl.is Aldrei ætlunin að leyna láninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrýtið sjónarmið. Hjónabönd greinilega ekki "öll eins".

Ef þetta væri " allt erfið og mikil störf" myndi ég ekki nenna að standa í því. Ég rækta hjónabandið mitt vegna þess að mér er það sönn ánæga og fjarri eins því að vera mikið og erfitt starf og verið getur. Ef hjónabandið mitt væri sýndarmennska, þá væri það jú erfitt og mikil vinna. Það er það ekki og þess vegna er það ekkert annað en ánægja.

Hvað skyldi karlinum hennar finnast um það að hún telur það vera mikla "vinnu" að nenna að kyssa hann! Ég væri ekki sérlega ánægður ef konan mín hugsaði svona... 

Ég hef kannski misskilið þetta eitthvað, en þetta hljómar allt saman svolítið kuldalega... 


mbl.is „Öll hjónabönd eru í raun eins“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Myrtur fyrir "rangar" stjórnmálaskoðanir?

Finnst engum undarlegt að það virðist þykja sjálfsagt að bandaríkjamenn myrði fólk út um allan heim með fjarstýringu? Þessi hafði greinilega rangar stjórnmálskoðanir, var sennilega ekki nógu mikið með kvenréttindum og þar að auki líklega íhaldsamur múslimi. Var þá í lagi að salla hann og nærstadda niður? Hvað ef einhverjum líst ekki á skoðanir fólks sem er í Bandaríkjunum sjálfum? Verður það fólk þá bara drepið?

Sagt er: "Bærinn Dandey Darpakhel er þekktur sem yfirráðasvæði Haqqani-hópsins, sem er talinn standa á bakvið nokkrar af stærstu árásunum sem hafa verið gerðar í Afganistan á undanförnum árum".

Stærstu árasirnar í Afghanistan? Halló. Við skulum hugsa þetta dæmi til enda. Þegar talað er um "stærstu" árasinar í Afghanistan, þá er rætt um þær hér:

http://cursor.org/stories/civilian_deaths.htm

Til dæmis:

"When U.S. warplanes strafed [with AC-130 gunships] the farming village of Chowkar-Karez, 25 miles north of Kandahar on October 22-23rd,killing at least 93 civilians, a Pentagon official said, "the people there are dead because we wanted them dead." The reason? They sympathized with the Taliban1. When asked about the Chowkar incident, Rumsfeld replied, "I cannot deal with that particular village.""

"What causes the documented high level of civilian casualties -- 3,000 - 3,400 civilian deaths -- in the U.S. air war upon Afghanistan? The explanation is the apparent willingness of U.S. military strategists to fire missiles into and drop bombs upon, heavily populated areas of Afghanistan."

 

Getum við þá búist við að næsta skotmark fyrir þessi drón verði Donald Rumsfeld, og að hann og hans fylgdarlið verði sallað niður í beinni við mikið lófatak hjá Óbama og kó?


mbl.is Lúxus hjá leiðtoga talibana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Barnalegur og illa rökstuddur dómur

Rök dómsins eru að þetta sé "ekki svo fámennur hópur"! Væntanlega telur hann að útrýmingarherferð nazista hafi verið í góðu lagi vegna þess að hópurinn sem varð fyrir barðinu á honum var "ekki svo fámennur". Hann telur kannski einnig í góðu lagi að hlunnfara fólk, svo fremi sem hópurinn sem er hlunnfarinn sé ekki fámennur! Þeir sem létu þetta frá sér fara ættu að skammast sín.

Ennfremur: "Þá segir að í dómaframkvæmd hafi löggjafinn verið talinn hafa víðtækt vald til að ákveða hvaða atriði skuli ráða skattlagningu, jafnvel þó slík ákvörðun feli í sér eignaskerðingu". Dómurinn segir þannig í raun og veru að löggjafinn hafi víðtækt vald til að brjóta stjórnarskránna. Hvað er þá því til fyrirstöðu að löggjafinn taki ákvarðanir á borð við að leggja niður embætti forseta Íslands þegar henta þykir, eða að hætta að leita samþykkis forseta við nýjum lögum? samkvæmt þessum furðulega dómi er ekkert því til fyrirstöðu, úr því vald löggjafans er svona "víðtækt".

Hvernig væri að dæma af skynsemi, með góðum rökum? Ég fæ ekki betur séð en að þessi dómur byggist frekar á póltískum skoðunum þeirra sem dæmdu og hugsanlega ótta við afleyðingar þess að dæma samkvæmt því sem stendur skýlaust í stjórnarskránni. Rökin eru svo léleg að enginn getur sagt mér að dómurinn byggist á þeim.

Vonandi tekur hæstiréttur á þessu máli af einhverri skynsemi þegar til kasta hans kemur.

 


mbl.is Heimilt að leggja á auðlegðarskatt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ljóta bullið

Hvaða máli skiptir það fyrir HSÍ eða "þjóðina" hvort þessi peningur safnar ryki ofan í skúffu eða að safnari eignast hann? Það skiptir augljóslega engu máli og HSÍ og þaðan af síður "þjóðin" ætti ekki að vera að skipta sér af einkamálum fólks. Maðurinn á peninginn.

Það var allt útlit fyrir að þetta mál fengi ánægjulega niðurstöðu. Sá sem seldi peninginn hefði geta veit sér og fjölskyldu sinn i meira en ella, kannski farið í ferð til útlanda eða endurnýjað bílinn. Safnarinn hefði fengið þennan fallega grip til að bæta í safnið. Núna getur verið að HSÍ fái peninginn "til umráða", sem þýðir væntanlega að hann fer ofan í skúffu hjá HSÍ, í staðinn fyrir að vera ofan í skúffu fyrri eiganda.

Ég á bágt með að sjá hvaða "gildi" það hefur fyrir þjóðina að þessi peningur skuli vera í eign HSÍ frekar en einhvers annars. HSÍ ætti að eyða tíma og peningum í eitthvað þarfara, til dæmis íþróttir fyrir börn.

Ég hef löngum haft skömm á þeim sem dýrka efnislega hluti. Þetta er dæmi um það þegar efnislegur hlutur öðlast eitthvað ímyndað gildi sem kemur fólki úr jafnvægi: "puts their knickers in a twist".


mbl.is HSÍ stöðvaði söluna á silfrinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband