23.5.2014 | 05:57
Er ekki hægt að fá rússa til að gera þetta?
Væri ekki betra að Rússar tækju þetta að sér? Þeir hafa mun fullkomnari þotur og vopnabúnað en tékkar.
Skilur annars einhver til hvers þessi gæsla er? Ef ég réði á íslandi myndi ég segja tékkunum að spara þoturnar en senda frekar peninginn sem það kostar að stand í þessum skrípaleik.
Tékkar sinna loftrýmisgæslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
22.5.2014 | 07:28
Þetta er allt í lagi, þeir fá bara leiðréttingu.
Hvaða vitleysa er þetta. Auðvitað á fólk að keppast við að yfirbjóða aðra þegar það vill kaupa húsnæði, í krafti þess að það getur fengið 40 ára lán. Það leiðir auðvitað til bólumyndunar og hringavitleysu en þá kemur bara stóri bróðir með plástur, leiðréttingu og þetta verður allt gott aftur!
Höfum við ekki séð þetta áður? Viljum við fá þetta strax aftur? Erum við "totally stupid"? Ég vona ekki.
Vill takmarka 40 ára verðtryggð jafngreiðslulán | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.5.2014 | 06:54
Hún var gengisfelld
"Hún sagði það aldrei hafa farið sér að vera með sítt hár, eins og skylda var, og því hafi farið svo að hún lét klippa hár sitt, í trássi við reglur Krossins. Og þegar ég mætti á næstu samkomu fann ég hvað ég var gengisfelld."
Það er ekki hárið sem gengisfelldi hana. Það sem gengisfelldi hana var sú staðreynd að hún sótti samkomu hjá þessum söfnuði. Vonandi lærir fólk af þessu og lætur aðra ekki gengisfella sig með þessum hætti. Ef þér líður illa einhvers staðar skaltu hætta að fara þangað.
Gunnar hefur sinn Guð. Þú hefur þinn. Gunnar er bara maður, ekki Guð. Hann getur ekki skipað einum né neinum að gera neitt.
Þeir sem eru meðvirkir svona sauðum, og gengisfella aðra í krafti einhverjar samkomu ættu að bera höfuðið lagt, skammast sín og iðrast.
Máttu hvorki mála sig né fara í sund | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.5.2014 | 18:41
Stundvísi er mikil dyggð
Ég fyllist gleði þegar ég les þessa frétt. Eitt hefur mér löngum fundist mikill löstur í fari íslendinga en það er skortur á stundvísi. Ég vil þakka yfirvöldum fyrir að taka hart á þessum lesti og handtaka þá sem mæta of snemma. Vonandi fer lögreglan um víðan völl og stingur þeim í steininn sem mæta seint eða snemma á þá staði sem þeir eiga að mæta á. Þannig er vonandi hægt að útrýma þessari óstundvísi sem landinn þjáist af.
Ég vona að það mæti skilningi hjá fólki sem verður fyrir líkamsárásum, innbrotum, andlegu ofbeldi og þar fram eftir götunum. Lögreglan hefur engan tíma til a eltast við svoleiðis smotterí. Ef einhver kona í Reykjavík telur sig til dæmis í hættu vegna ofbeldismanns getur hún bara flutt til Þórshafnar eða farið í klaustur einhvers staðar.
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/05/07/hann_aetlar_ad_lata_mig_borga/
Það sjá það vonandi allir í hendi sér að þegar þarf fjóra laganna verði til að handtaka eina konu inni á löggustöð, þá er ekki mikilli mannafli eftir til að taka á öðrum, minni málum.
Eiginkona Íslendings send úr landi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
11.5.2014 | 21:05
Gæti einhver aðstoðað hann?
Gæti einhver góðhjartaður maður gefið honum eða lánað axlabönd? Buxurnar eru alveg að detta niður og belti virðist ekki megna að halda þeim uppi, eða kannski er það Yovanna sem heldur þeim uppi fyrir aftan bakið á honum. Vonandi bjargar einhver þessu áður en hann stendur uppi í nærbuxunum einum fata.
Svona klæðaburður var víst einhvern tíma í tísku... Sem betur fer er það liðin tíð.
Er Bieber byrjaður með Yovannu Ventura? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.5.2014 | 00:12
Af hverju gengur þessi maður laus?
Hvernig stendur á því að maður sem er augljóslega veikur á geði getur gengið laus og valdið fólki bæði andlegum og líkamlegum skaða? Á þessi maður ekki heima á spítala? Af hverju er ekkert gert fyrir hann og þessa vesalings konu og börn sem verða fyrir barðinu á honum? Væri honum ekki hjálpað ef hann væri með krabbamein eða ef hann væri beinbrotinn? Af hverju fær hann enga aðstoð?
Hann ætlar að láta mig borga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.4.2014 | 19:01
Dýr atkvæði
Jæja, ríkissjóður á að borga leiðréttingu sem kemur fámennum hópi til góða. Af hverju? Þessu var lofað fyrir kosningar og það leiddi til þess að ákveðinn flokkur vann stórsigur. Hver borgar? Þú, lesandi góður (ríkissjóður).
Hvort vilt þú frekar að fámennur hópur fái ríkisstyrki eða vilt þú, eins og segir í fréttinni:
"Viðskiptaráð Íslands telur hagkvæmast að nota þá auknu fjármuni sem ríkissjóður kunni að afla á komandi árum til að greiða niður skuldir ríkissjóðs, en ekki til að leiðrétta skuldir tiltekinna heimila, eins og fyrirhugað er.
Með þeim hætti skapast sterkari þjóðhagslegar forsendur fyrir afnámi hafta, auknum fjárfestingum og bættum vaxtakjörum, segir í umsögn Viðskiptaráðs um frumvar"
Væri ekki nær að kjósa fólk í ríkisstjórn sem hefur hag lands og þjóðar að leiðarljósi? Eru annars einhverjir á Íslandi sem bjóða sig fram til kosninga sem hafa einhver æðri markmið en að kaupa atkvæði handa sjálfum sér með almannafé? Þeir láta sennilega ekki sjá sig fyrr en almenningur hefur þróast af smábarnastiginu.
Að lokum, hver heldur almenningur að borgi þennan svokallaða bankaskatt? Jú, auðvitað borgar almenningur. Bankarnir verða að bjóða viðskiptavinum sínum, almenningi, lakari kjör vegna þess að þeir verða að standa straum af skattinum. Það væri betra fyrir almenning að ríkið setti strangari reglur um bankarekstur til þess að koma í veg fyrir bankarán eins og urðu þegar einhverjum vitringi datt í hug að gefa einka aðilum bankana sem var upphafið að allri þessari hringavitleysu.
Greiði frekar niður skuldir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.4.2014 | 19:52
Maður að mínu skapi
Ég vill ekki lifa í einhverjum sýndarheimi. Ég vill vera í samskiptum við fólk, ekki síma og tölvur. Sumir eru því miður orðnir svo illa háðir þessum rafrænu samskiptaformum að þeir geta ekki einu sinni lagt þessi tæki frá sér þegar þeir hita vini og vandamenn augliti til auglitis.
Ég geng ekki alveg eins langt og maðurinn sem sagt er frá í færslunni, en ég geri mér far um að vera til staðar í augnablikinu og svífa ekki um í rafrænni þoku.
Ég féll fyrir manni sem neitaði að vera í símasambandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.3.2014 | 00:32
Vanræksla
Þeir foreldrar sem koma í veg fyrir að börnin sín hafi sömu tækifæri og möguleika og aðrir vegna þess að þeir þjást af einhverri hömlun sjálfir eru illa úti að aka. Í mínum augum er þetta ekkert annað en vanræksla.
"Heyrnarlausir geta gert svo að segja allt sem fólk með fulla heyrn getur gert og lifað alveg jafninnihaldsríku lífi"
Ef börnin heyrðu, myndu þessir foreldrar þá gera þá heyrnalausa vegna þess að heyrnarlausir geta gert svo að segja allt sem fólk með fulla heyrn getur gert og lifað alveg jafninnihaldsríku lífi? Veltum þessu aðeins fyrir okkur. Það er í rauninni þetta sem fólkið er að gera. Börnin hafa möguleika á að geta heyrt en foreldrarnir koma í veg fyrir það. Fyrir mér eru þetta vondir foreldrar.
Ég er ekki vond móðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
18.2.2014 | 18:46
Dugar ekki
250 hestöfl er nóg fyrir innkaupakörfu. Ekki sportbíl, og alls ekki bíl sem vegur 1200kg. Það er synd ef bíllinn verður svona vegna þess að með nútímatækni er ekkert mál að fá litla og létta vél til að afkasta meiru en 250 hestöflum. Þar að auki er ekkert mál að framleiða bíl sem er léttari en 1200kg.
Mér finnst gamli bíllinn fallegri en sá nýi á myndinni. Mér finnast bílar með háum hurðum og mjóum gluggum yfirleitt ekki fallegir. Það er þar að auki líklega miklu betra útsýni úr þeim gamla, sem stuðlar að auknu öryggi.
Af hverju þverskallast þeir við að hafa þessa "Wankel" vél? Ég myndi skilja það ef það gerði bílin léttari en bíll með venjulegri vél, en úr því að bíllinn á að vera 1200kg er þetta alveg "pointless".
Orðrómur um að orðrómurinn sé sannur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)