Færsluflokkur: Bloggar

Hvar halda þeir að þeir séu, Njú Jork?

Þetta er með því fyndnasta sem ég hef lesið nýlega. Eru íslendingar virkilega orðnir svo ruglaðir að þeir þurfi almennt GPS tæki til að komast leiðar sinnar??? Ég hélt að það hefði verið hrun á íslandi, ekki eitt alsherjar höfuðhögg... Ég get skilið gangsemi GPS tækja fyrir þá sem þurfa að rata um flóknar stórborgir þar sem þeir hafa aldrei áður komið. Reykjavík getur varla talist slík, jafnvel þó að draugahverfin séu tekin með.

Að lokum skilaboð til þeirra sem kaupa þýfi. Þið eruð glæpamenn, alveg jafn slæmir og þeir sem brjótast inn í bíla. Skilijið þið ekki að þið eruð að ýta undir glæpastarfsemi og ykkar bíll gæti orðið næstur... 


mbl.is Mörg innbrot í bíla á árinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Margir sadistar á Íslandi?

Nú detta mér allar dauðar lýs úr höfði. Ekki hafði mér dottið í hug að sadismi væri jafn útbreyddur á Íslandi og þessi skoðanakönnun virðist sýna. Heil 62% þjóðarinnar vilja pína ÓRG og hafa láta hann sitja áfram. Sú seta getur varla verið annað en kvalræði í ljósi þess sem undan er gengið. Getur verið að þeir vilji refsa honum fyrir eitthvað? Hvað gæti það verið?

Kannski hef ég tekið rangan pól í hæðina. Er hugsanlegt að 62% þjóðarinnar séu masochistar? Ég trúi því vart að þeim finnist gott að hafa Ólaf yfir sér svo líkast til vilja þeir láta kvelja sig...

Margt er skrýtið í þessum heimi.


mbl.is Þriðjungur vill forsetann frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Notið alvöru peninga

Þeir sem vilja sækja bari og sleppa við svona rugl eiga að nota alvöru peninga, aldrei kort. Ef þú hefur ekki efni á því að borga í beinhörðum peningum hefur þú heldur ekki efni á því að borga með korti.

"Dómarinn sýknaði Tyrkjann hins vegar af ákæru fyrir okur og fjallaði ekki einu sinni um kröfur Íslendingsins um bætur."

Skýr skilaboð...


mbl.is Dýrt næturævintýri Íslendings í Sviss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Getur verið að þetta borgi sig?

Getur verið að það borgi sig að bólusetja stóran hluta þjóðarinnar, þegar flestir hafa sennilega þegar fengið þessa flensu og þar með myndað mótefni í sínum eigin líkama? Mér skilst að það sé verið að skera niður í heilbrigðiskerfinu. Það getur varla verið harður niðurskurður ef talið er skynsamlegt að eyða óskilgreindu magni peningi til að bólusetja fólk sem sannanlega hefur enga þörf fyrir slíkt.

Mig langar til að vita hve mikið þetta dæmi kostar. Fjölmiðlar ættu að genga sínu hlutverki og upplýsa almenning um það.

Kemur niðurskurður í heilbrigðiskerfinu niður á þér eða einhverjum sem þú þekkir? Ef svo er ættir þú að krefjast þess að þeim peningu sem þú borgar í skatta fyrir þetta kerfi sé varið skynsamlega en ekki kastað í vasann á erlendum auðjöfrum.


mbl.is Byrjað að bólusetja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góður bíll í ruslið

Sorglegt að sjá að þessi frábæra bifreið var eyðilögð. Þetta var alveg stórkostlegt farartæki og synd að eigandinn skyldi ekki fara betur með það. Hann var næstum því jafn sprækur og hjólið mitt...

Vonandi var maðurinn ekki með bílinn á jenaláni...


mbl.is Fær tjón ekki bætt vegna ofsaaksturs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jafn stórt of Icesave. Þetta er þjófnaður.

Þetta mál er alveg eins stórt og Icesave málið. Hvers vegna var hægt að afgreiða þetta í hendingskasti?

"Þeir sem áttu hlutdeildarskírteini í peningamarkaðssjóðunum þremur fengu í kjölfarið 68,8-85,3% af eign sinni greidd til baka. Ef ríkisbankarnir hefðu ekki gripið inn í og keypt ofangreind skuldabréf út úr sjóðunum er ljóst að tap viðskiptavina þeirra hefði orðið mun meira. Nýju bankarnir þrír, og íslenska ríkið sem eigandi þeirra, bera tapið í staðinn."

Þeir sem bera ábyrgð á þessum gjörningi hafa með ábyrgðarleysi sínu og fljótræði STOLIÐ hundruðum milljarða af íslenskum almenningi. Þeir eiga að svara til saka fyrir þetta. 

Þeir sem fylgjast með öllum þeim deilum og umræðum sem snúast um Icesave ætti að vera ljóst að alveg jafn miklu púðri hefði átt að eyða í þetta sjóðamál. Upphæðin sem tengist þessu er af sömu stærðargráðu og upphæðin sem ætlast er til að íslendingar greiði vegna Icesave. 

Í raun má segja það mun meira áríðandi að leysa Icesave málið en þetta sjóðamál. Það virðist undir því komið að við leysum Icesave að við fáum aðstoð erlendis frá sem við þurfum því miður á að halda. Þeir sem bera ábyrgð á þessu sjóðamáli þurfa að koma fram og útskýra hvers vegna það var svo áríðandi að leysa það mál að hundruðum milljarða var sólundað á nánast einni nóttu án þess viðeigandi kynning og umræða færi fram. Almenningur átti þessa peninga og almenningur á rétt á skýringu.


mbl.is Of hátt mat á virði bréfa í peningamarkaðssjóðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er hámarkshraðinn þarna 90? Líka á Keflavíkurveginum?

Er ekki hámarshraðinn þarna 90? Mér þykir það farsakennt að sama hámarkshraði skuli vera á tvíbreiðum Keflavíkurvegi á þurrum sumardegi, og upp til heiða þar sem er hálka og myrkur. Að sekta þá sem aka á minna en 120 við góðar aðstæður á tvíbreiðum Keflavíkurveginum er ekkert annað en þjófnaður um hábjartan dag og hefur ekkert skylt við að auka umferðarörryggi. Skyldi einhver vera mér sammála?

Ef það er í lagi að aka á 90 í slæmu skyggni og glerhálku, hvars vegna er ekki í lagi að vera á 120 á betri vegi sem er þurr og leyfir aðeins umferð í eina átt?

Ég hef bloggað um þetta áður og niðurstaða þeirra sem gerðu athugasemdir var sú að íslendingar eru upp til hópa of heimskir til að geta ekið á meiri hraða en 90.... Ekki er ég sammála því.


mbl.is Bílar útaf á Holtavörðuheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjármálaráðgjafar ráðalausir og gagnslausir

Ef þú getur ekki sjálf(ur) tekið ávarðanir um þín eigin fjármál, þá ættir þú ekki að leita þér utanaðkomandi ráðgjafar. (Þú ættir frekar að leita þér upplýsinga og þekkingar.) Það er hætt við að þú lendir á einhverjum sem er gagnslaus eða beinlínis hættulegur. Þú gætir lent hjá einhverjum sem hugsar meira um hag síns fyrirtækis en um þinn hag. Það hafa að mér skilst margir nýlega lent mjög illa í súpunni eftir að hafa farið að ráðum slikra ráðgjafa.

Þú verður sjálf(ur) að taka ábyrgð á þínum fjármálum. Þú verður að mennta þig (skólakerfi gerir það að sjálfsögðu ekki) og þú verður síðan að taka upplýstar ákvarðanir með þinn hag og þín framtíðaráform að leiðarljósi. Þannig er hag þínum best borgið.

Að fara að ráðum ráðgjafa tryggir ekki hag þinn á nokkur hátt. Ef þú tapar á því, þá er tapið þitt og ráðgjafinn tekur enga ábyrgð.

Niðurstaðan hlýtur að vera sú að leggja beri niður fjámálaráðgjöf í núverandi mynd og veita fjármálamenntun í staðinn.
mbl.is Ráðgjafar spyrja ekki um hag fólks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hætta þá bankarnir að borga út?

Ég velti því fyrir mér hvort bankarnir og eigandi þeirra hætti ekki að borga út ef þeir hætta að fá peninga inn. Hvernig eiga þeir að geta staðið við skuldbindingar sínar um að greiða laun og svo framvegis ef fólk hættir að borga það sem það skuldar? 

 Ég legg til að allir sem vetlingi geta valdið fari með æfingatöskur í bankana og fylli þær að seðlum áður en þetta verkfall á að byrja. Meðan það stendur yfir gæti verið erfitt að nálgast peninga.

Ég legg líka til að allir sem eru í vinnu hjá ríkinu (eigenda bankanna) safni sér nóg af peningum til að eiga þangað til ríkið getur farið að greiða út laun aftur.


mbl.is Óraunsæi að hundsa verkfall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Farið nú varlega á þessum hjolum.

Hvort sem þú hjólar eða ekki, prófaðu þá þetta:

http://www.msf-usa.org/riderperception/

"Collision Traps Test"

Þetta er góð æfing fyrir þá sem hjóla. Fyrir þá sem hjóla ekki er þetta góð kynning á þeim heimi og þeim vandamálum sem blasa við vélhjólamönnum í umferðinni. 

Það er líka vel þess virði að horfa á videóið á þessari síðu.

http://www.dft.gov.uk/think/focusareas/motorcycling?whoareyou_id=&page=Overview

Umferðin verður öruggari þegar við skiljum hvert annað....

 


mbl.is Mótorhjólaslys við Sævarhöfða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband