Færsluflokkur: Bloggar
24.4.2010 | 20:27
Vissi ekki að hann væri svona mikill bjáni.
Ég á ekki orð... Segjum svo að honum hefði verið leyft að fljúga. Hann hefði þá orðið æfur og heimtað bætur fyrir allar vélarnar sem eyðilögðust. Hvað hefði hann gert ef einhver hefði farist? Er von að maður spyrji?
Auðvitað er aska í mis miklu magni staðbundið. Það er hins vegar engin leið að vita hvort hún er nógu lítil til að óhætt sé að fljúga. Það er einfaldlega ekki réttlætanlegt að hætta á slíka tilraunastarfsemi með rándyrar flugvélar og líf farþega. Eg einhver efast um að aska geti eyðilagt flugvélar vil ég benda þeim á að nokkrar herflugélar sem flugu í öskunni eru með ónýtar vélar sem ekki mun kosta neitt smáræði að gera við.
Sú staðreynd að þessar herflugvélar eru nánast ónýtar sannar að þessi fullyrðing:
"Okkar verkfræðingar og allir sérfræðingar sögðu okkur að það væri engin hætta við að fljúga og það hefði aðeins verið hættulegt ef við hefðum flogið nálægt Íslandi," hefur norska blaðið Aftenposten eftir Branson."
er alröng.
Ég mun í framtíðunni forðast að skipta við Branson og hans fyrirtæki, pengarnir virðast skipta hann meira máli en öryggi farðega.
![]() |
Vill bætur fyrir flugbannið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.12.2009 | 19:11
Öfgafullir rökleysingjar
Þeir halda því fram að græn orka sé ekki til.
"Spellvirkjarnir mótmæla því og segja að hugtakið græn orkasé ekki til, sér í lagi ef hún er notuð til að knýja þungaiðnað."
Ég vorkenni þessu fólki. Til að vera sjálfu sér samkvæmt notar það líklega ekki neina orku til að hita húsin sín vegna þess að græn orka er "ekki til". Það hlýtur að vera köld vist á veturna, þarna í Danmörku. Eða skyldu þetta vera hræsnarar sem nota orku sér til hagsbóta þegar þeim sýnist og gagnrýna svo aðra fyrir það sama? Ég hallast að hinu síðarnefndu.
Telur þessi hópur sólarorku ekki vera græna orku? Það væri til lítils að þrasa ef sólarorkunnar nyti ekki við, þá væri jú ekkert okkar á lífi og hér væri nánast alkul.
Til þess að hægt sé að skapa viðunandi lífskjör fyrir allan þann fjólda fólks sem býr á jörðinni þarf stóriðju. Þetta er staðreynd og það er líka staðreynd að stóriðja þarf orku. Að kvarta yfir því að stóriðja skuli knúin af endurnýjanlegri orku sem mengar ekki er vægast sagt undarlegt. Vilja þeir frekar brenna kolum og olíu og auka þar með á gróðurhúsaáhrifin? Kannski vilja þeir kjarnorku? Vilja þeir kannski fækka fólki á jörðinni og draga þannig úr mengun? Spyr sá sem ekki veit.
![]() |
Unnu spjöll á sendiráði Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.12.2009 | 21:21
27 milljónir í húsaleigu?
Hvað þarf til að stjórnvöld fari að skilja að það þarf að spara peninga og draga úr útgjöldum? Á meðan geðveiki á borð við það að leigja hús fyrir 27 milljónir á ári viðgengst er lítil von til þess að ríkið nái sér nokkurn tíman upp úr þeirri skuldasúpu sem það er í. 300.000 manna þjóð hefur einfaldlega ekki efni á svona vitleysu.
Auðvitað er það hið besta mál að selja bústaðinn, en skynsamlegra væri að nota tölvupóst eða síma til að hafa samskipti við Bandaríkin frekar en að leigja húsnæði og hafa einhvern í vinnu þarna, sem væntanlega verður að borga með beinhörðum gjaldeyri sem ekki er mikið af um þessar mundir.
Bandaríkjamenn telja enga þörf fyrir að hafa sendiherra á Íslandi og þess vegna ættu þeir ekki að móðgast, að minnsta kosti ekki meira en orðið er þökk sé "sameiningartákni þjóðarinnar"...
![]() |
Sendiherrabústaður seldur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
8.12.2009 | 19:00
Óhollar íþróttir.
Ég velti því fyrir mér hvaða tilgangi það þjónar að stunda íþrottir á þennan hátt. Ég fæ ekki betur séð en að þetta skemmi fólk, bæði á sál og líkama. Öll sú umræða sem hefur farið fram í kringum þetta ber því ótvírætt vitni.
Arnar Birkir ætti í það minnsta að biðjast afsökunar fyrir sína eigin hönd en ekki látta mömmu sína um að gera það.
Að lokum, líkamsárás er líkamsáras, hvort sem hún á sér stað á handknattleiksvelli eða annars staðar.
![]() |
Yfirlýsing frá Fram og foreldrum Arnars |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.12.2009 | 00:25
Far vel
Íslendingar eru ekki sjálfstæð þjóð. Ástæðan er ekki skortur á her, heldur sú að íslendingar eru búnir að gera sig fjárhagslega háða öðrum. Leggja ber allt kapp á að brjóta af sér þau bönd.
Hvað varnir landsins varðar, gangvart einhverjum sem raunverulega hefði áhuga á að gera innrás inn í landið, þá er sá land, sjó og flugher sem þyrfti til að koma við einhverjum skynsamlegum vörnum óralangt frá því að vera raunhæfur kostur fyrir gjaldþrota 300.000 manna þjóð svo við skulum bara gleyma því.
Ég fagna því heils hugar að sú sýndarmennska, og sá flottræfilsháttur sem tengdist varnarmálastofnun er nú liðinn undir lok, far vel.
Að lokum, ef einvher spilling fór fram innan veggja þessarar stofunanar bera að rannsaka hana og refsa þeim seku.
![]() |
Varnarmálastofnun lögð niður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.11.2009 | 17:28
Steingrímur vill heldur taka lán hjá AGS en hjá þér og mér
Vel get ég skilið að stokka þurfi upp í skattkerfinu en ég verð að viðurkenna að það kemur mér á óvart að þar skuli vera liður sem stuðlar að fjármagnsflótta og vaxtahækkunum. Ég hélt að þetta tvennt væru ein þau stærstu vandamál sem nú er við að glíma, en hvað veit ég...
Ef þú ert með peninga á 7% vðxtum, verðbólgan er 10% og þú borgar 18% í "fjármagnstekuskatt", hvað verður þá mikið eftir eftir 20 ár eða svo? Kannski nóg til að kaupa tyggjó, ef þú varst þá búinn að safna þér einhverju sem máli skiptir.
Hvernig getur það verið að Steingrímur skuli vilja að fólk feli peninga, flytji þá úr landi, eða hreinlega eyði þeim í eitthvað áður en þeir brenna upp í þessu báli? Er hann að vinna skemmdarverk eða er maðurinn einfaldlega svona vitlaus?
Hvernig getur verið að hann vilja letja Íslendinga til fjarfestinga og frekar taka lán hjá AGS og okkar ömurlegu "norrænu frændþjóðum" (sem hrinntu okkur inn í ICESAVE)? Þessir aðilar vilja dágóða vexti reiknaða í erlendri mynt, og ekki fær Steingrímur neinn fjármagnstekjuskatt af þeim.
![]() |
Þriggja þrepa skattkerfi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.11.2009 | 10:30
Þetta eru fávitar. Burt með þá!
Hvernig er þetta hægt? 300.000 manna þjóð í landi þar sem smjör drýpur af hverju strái... Nánast ótakmarkaður aðgangur að endurnýanlegri orku. Öflugur ferðamannaiðnaður. Verðmæti fiskimið. Menntuð þjóð. Hvernig er hægt að klúðra málunum svo fullkomlega að svona skuli vera komið fyrir þjóðinni, vesalings fólk...
Fyrst fær þjóðin yfir sig hyski sem kallar sig frjálshyggjufólk sem haga sér eins og naut í flagi, taka það sem þeim sýnist, henda leikreglunum í ruslið og spila síðan rúllettu með allmannafé sem þeir tapa og skilja allt eftir í rjúkandi rúst. Þetta var engin frjálshyggustjórn, þetta var einkavinavætt sjálftökufólk. (Hvernig er hægt að kalla það annað en sjálftöku þegar aðilar fá að taka lán frá bönkunum í því skyni að kaupa þá?)
Næst koma kommafífl, sem í stað þess að hvetja til endurreisnar hvetja fók til fullkominnar uppgjafar þar sem farsælla er að fórna höndum og biðja um ölmusu frá kerfinu en að reyna að hífa sig upp með eigin vinnu. Skilaboðin eru skýr, ef þú villt vinna og ef þú villt spara, þá tökum við það bara af þér, svo vertu bara ekkert að hafa fyrir því.
"Vilji vinstri grænna stendur til þess að skattlagning launatekna, fjármagnstekna og eignatekna verði að endingu samræmd. Það er að segja, sama skattprósenta gildi fyrir ofangreinda skattstofna."
Skýr skilaboð. Ef þú ert með einhvern sparnað fer hluti af honum í verðbólguna og afgangurinn fer til Steingríms. Þú mátt éta kaldan graut, ef þú hefur þá efni á því að kaupa hann.
^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^
Á íslandi ættu allir að geta lifað eins og kongar. Stærsta, og að því er virðist eina meinið eru stjórnmálamenn sem þjóðin er með á ofurlaunum við að klúðra sínum málum. Stjórnmálaflokkar skipaðir aulum og efst á stalli forseti sem hæfir öllu hinu bara ágætlega, þjóðarskömm allt saman. Íslendingar þurfa að fara að skilja að þeir hafa ekki efni á þessu lengur.
![]() |
Nýir skattar inni í myndinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.11.2009 | 09:02
Er maðurinn brjálaður?
![]() |
Strauss-Kahn vill sjá styrkingu júans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.11.2009 | 19:30
"Skjaldborg um heimilin"?
Hver hefði trúað þessu, að nýliðinni búsáhaldabyltingu? Hefði einhverjum dottið í hug að Jóhanna stæði frammi fyrir alþjóð og velti því fyrir sér hversu miklu meiri álögur heimilin þola? Fólk flest hélt jú að Jóhanna ætlaða að bjarga heimilunum, ekki skattleggja úr þeim síðustu blóðdropana. Eru ekki hemilin á vonarvöl og þarf ekki að bjarga þeim? Ég get ekki betur séð en að Jóhanna ætli að ýta þeim sem standa á bjargbrúninni ofan í hyldýpið.
Öflugt atvinnulíf og fólk sem vill vinna færir ríkinu tekjur. Atvinnulíf sem er lamað af háum álögum gerir það ekki. Þú kreistir ekki blóð úr steini.
Ég verða þó að dáðst að einu hjá Jóhönnu. Hana skortir ekki kjarkinn, að koma fram fyrir alþjóð með vangaveltur um það hversu mikið meira heimilin þola. "She has balls of steel"
![]() |
Óvíst hvað heimilin þola |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.11.2009 | 18:32
Refsing fyrir að vinna og telja fram til skatts.
Jæja, þá er verið að ræða hugmyndur um að refsa fólki sem vill vinna sig upp úr erfiðleikum og öðlast þar með efnahagslegt sjálfstæði. Ég man þá tíð þegar ég var byrja að búa, kaupa bíl, íbúð og tilheyrandi. Til að létta róðurinn tók ég alla vinnu sem mér bauðst, vann oft helgar og nætur. Ég þykist vita að þetta er útbreytt meðal ungs fólks á íslandi sem vill standa á eigin fótum og vera sjálfstætt. Ekki hefði ég nennt á gera þetta og ekki hefði það borgað sig ef ég hefði þurft að borga 47% skatt.
Að leggja 47% skatt á tekjur yfir 500 þúsund sendir út skýr skilaboð. (500 þúsund eru EKKI háar tekjur.)
1. Ekki hafa fyrir því að reyna að vinna þér inn fyrir því sem þú villt kaupa. VIÐ tökum pengana bara af þér. Ef þú getur ekki borgað af lánunum þínum, þá krjúptu fyrir framan OKKUR og betlaðu um niðurfærslu eða framleingingu á hengingarsnúrunni. Ekki halda að þú getir unnið þig upp úr vandanum með eigin kröftum. Ef þú reynir það skulum við berja þig í hausinn og sýna þér hvert þú skalt leyta um hálp.
2. Ef þú vilt eignast eitthvað skalt þú stunda svarta vinnu.
3. OKKUR finnst mikilvægara að halda landinu í eymd og volæði eins lengi og hægt er til þess að þú verðir upp á OKKUR komin(n). Við viljum ekki gera neytt til að verðlauna fólk sem nennir að vinna og stuðla að hagvexti.
%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%
Þessa stundina virðist valið standa á milli ónýts sjálfstæðisflokks og dauða hönda sjálfumglaðra komma. Vildi ég þá frekar losna við allt liðið og gangast á hönd Noregs eða ESB.
![]() |
47% skattur á launatekjur? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)