Færsluflokkur: Bloggar

Eru klumpar afgangs handa útrásarvíkungum?

Ég velti því fyrir mér hvort einhverjir svona steypuklumpar verði afgangs? Þá væri hægt að festa þá við þá sem hafa sökt þjóðinni í efnahagslegt hyldýpi og sökkva þeim síðan í hafdjúpin. Kannski mætti láta þá fylgja sem af fyrirhyggjuleysi sínu hafa skuldbundið almenning til að kaupa flottræfilsleg glæsihýsi sem hann hefur varla efni á...

Mér skylst að verkfræðingar hafi hannað þessa klumpa með það í huga að það sem þeir eru festir við fljóti ekki upp. Það líst mér vel á.

Að lokum, þá bið ég íslenska blaðamenn að nota íslensku þegar þeir skrifa. Þetta eru AKKERI.


mbl.is Bílakjallarinn við 500 ankeri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstrihreyfingin vill hækka vexti

Þvílíkir snillingar. Þeir vilja fara að refsa fólki fyrir að spara. Hvað halda þeir að gerist ef þeir fara að skattpína þá sem eiga eitthvað inni á banka með þessum hætti?

1. Þeir sem treysta á fjármagnstekjur til að framfleyta sér og greiða af sínum lánum verða margir hverjir gjaldþrota.

2. Fjármagn mun streyma úr landi til að forðast hina dauðu hönd VG.

3. Fjármagnseigendur munu krefjast þess að fá hærri vexti til að vega upp á móti skattaokrinu.

4. Vextir í landinu munu hækka. Framboð á fjármagni mun að sjálfsögðu minka þegar fólki er refsað fyrir að spara og þegar framboðið á fjármagni dregst saman, þá hækkar verðið.

Ísland þarf á kerfi að halda sem hvetur til þess að fóla hagi sér skynsamlega í fjármálum. Ef einhver velkist ennþá í vafa um það í hverju skynsemi í fjámálum fellst, þá skal ég segja það. Fyrst spara, svo kaupa. Ekki fyrst taka lán, svo kaupa og vona að allt reddist.

Ef íslendingar fara ekki að haga sér skynsamlega í fjármálum er lítil von um efnahagslegan bata. Að refsa fólki fyrir að spara á þessum síðustu og verstu tímum er ekkert annað en eitur.


Spurningar vakna

Ekki er nema gott um það að segja að bjarga fólki frá því að lenda á götunni. Að sjálfsögðu þarf að gera það með einhverjum hætti.

Ef gera á þetta með því að afskrifa lán, þá þarf að svara nokkrum spurningum fyrst.

1. Gildir jafnræði meðal þegna landsins? Ef einn fær afskrifað, fá þá ekki allir? Er eitthvað réttlæti í öðru? Borga ekki allir skatta? Á að láta þá sem lifað hafa hófsamlega blæða fyrir þá sem hafa eitt um efni fram? Fást námslán afskrifuð?

2. Þeir sem hafa tekið lán í erlendri mynt hafa væntanlega gert það til þess að hagnast. Þeir tóku áhættu í von um gróða. Á nú að láta þá sem ekki tóku þessa áhættu borga brúsann? Er eitthvað réttlæti í því? Ætluðu þeir sem töldu sig hagnast á svona braski að láta aðra landsmenn njóta góðs af gróðanum? Ekki held ég það...

3. Hvað um þá sem hafa nýlega greitt upp lánin sín? Verða þeir bara látnir setja eftir með sárt ennið eða verða þeim gefnar afskrifir afturábak í tímann?

4. Hver haldið þið að borgi ef lánin verða afskrifuð? Svarið er augljóst en ég skal láta mig hafa það að skrifa það niður. Það ert þú sem borgar.

5. Ef þessi lán verða afskrifuð, hvernig mun lánastarfsemi i landinu líta út í framtíðinni? Veltu þessu fyrir þér, kæri lesandi.

 


mbl.is Vaxandi þrýstingur á að afskrifa íbúðalán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bull á heimsmælikvarða.

Ég fyllist óhug þegar ég hugsa til þess hvers konar asnar og fífl eru við stjórn hjá alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. Það eru fá dæmi um að mýfluga hafi verið gerður að úlfalda á jafn skaðlegan hátt í sögu mannkynsins. Það tjón sem þetta hefur haft í för með sér fyrir ferðamannaiðnað á heimsvísu verður seint bætt. Réttast væri að þeir sem bera ábyrgð á því að æsa upp þessa móðursýki greiði kostnaðinn úr eigin vasa.

Þetta mannkerti, Dr Chan sagði að aldrei hafi betur verið fylgst með faraldri. Það getur svo sem vel verið en hafa ber þá staðreynd í huga að þeir vita í raun lítið sem ekkert um útbreiðsluna og hve margir hafa fengið eða eru með þessa flensu. Þú sem ert að lesa þetta gætir meira en vel verið með væga útgáfu af þessu, eða hafa verið með hana og haldið þetta venjulega flensu eða bara kvef. Og ef svo er, "so what"?

Þessu flensa er vægari en venjuleg flensa. Hún er bráðsmitandi, og grímur fyrir andlitið gera ekkert gagn. Það er tilgangslaust að banna ferðir milli landa vegna þess að flensan er nú þegar alls staðar. Það er þar að auki tilgangslaust og beinlínis skaðlegt að loka fyrirtækjum þar sem einstaklingar starfa sem hafa greinst með flensuna vegna þess að það efnahagslega tjón sem af því verður er stærra en það tjón sem verður ef flensan fær að ganga sinn gang, eins og aðrar flensur, enda er hún væg.

Í fréttinni var sagt að lyfjafyrirtæki vinni hörðum höndum að því að framleiða bóluefni og að það verði tilbúið eftir nokkar mánuði. Ég veit ekki hvort þetta á að vera fyndið. Þvílíkt tilgangsleysi. Flensan verður þá löngu komin og farin.

Öllum peningum sem eytt er í að hafa eftirlit á landamærum, andlitsgrímur, framleiða bóluefni, brölt alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar og svo framvegis væri betur varið til að fæða börn sem hafa ekki nóg að borða, af þeim er nóg í þessum heimi. Ég legg til að alþjóðaheilbrigðisstofnuninni verði lokuð.

http://www.cnn.com/2009/HEALTH/04/28/regular.flu/

"But even if there are swine-flu deaths outside Mexico -- and medical experts say there very well may be -- the virus would have a long way to go to match the roughly 36,000 deaths that seasonal influenza causes in the United States each year."


mbl.is Faraldur sagður mildur á heimsmælikvarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Getur það verið?

"Einnig skuldar fjórðungur heimila meira í bílalán en sem nemur árstekjum, um 8% þegar talað er um yfirdráttarlán."

Getur þetta verið rétt? Af hverju er fólk með bíla sem kosta meira en árstekjurnar? Hvers konar eðalvagnar og lúxusdrossíur eru þetta? Ég ek sjálfur á 19 ára gömlum bíl sem kostar minna en mánaðarlaunin, og tel hann bara ágætan.   Ef einhver getur útskýrt hvers vegna íslendingar hafa haft þörf fyrir að eyða svona miklum peningum í flotta bíla, þá getur sá sama líklega útskýrt hvers vegna "ástandið" er svona slæmt...


mbl.is Greiðslubyrði 77% viðráðanleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ástæðan er augljós.

"Samkvæmt upplýsingum sjóðsins er erfitt að útskýra af hverju færri kjósa að greiða upp eða inn á lánin sín nú en í byrjun árs. Viðskiptavinir hans gefi ekki ástæðurnar upp."

Þeir hafa greinilega ekki verið að fylgjast með fréttum. Vita þeir ekki að óábyrgir aðilar vilja gefa 20% eftir af lánum á alla línuna, hvort sem menn þurfa á að halda eða ekki? Ef þetta er möguleiki, þá er lítið vit í að greiða upp lán. Hvað ef þú greiddir lánið upp einn daginn og næsta dag fengju allir sem ennþá skulda 20% afslátt?  Varla fengju þeir sem hafa greitt upp lánið afsláttinn eftir á, eða hvað???


mbl.is Æ færri greiða upp íbúðalánin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað má læra af þessu?

Því miður, þá hefur Jóhanna lög að mæla. Það er kannski hægt að hjálpa þeim sem eru raunverulega komnir í þrot en það er ekki hægt að lækka lán allra þeirra sem geta borgað, að minnsta kosti ekki án þess að grípa til aðgerða sem leiða enn meiri hörmungar yfir þjóðina.

 

Hvað metum við meira, efnisleg gæði eða sjálfstæði? Erum við betur komin í dýrum bíl og í fínu húsnæði og með skuldaklafa á öxlunum eða skuldlítil með minni efnisleg gæði?  Ég held að núverandi ástand hjálpi mörgum til að finna svar við þessari spurningu. Mín skoðun er sú að ENGIN efnahagsleg gæði vegi þyngra en sjálfstæði. Fangelsi er fangelsi, hvort sem það er gert úr gulli eða járnrimlum og steypu. 

Er ekki kominn tími fyrir íslendinga að gera byltingu á afstöðu sinni til verðmæta? Hver er betur settur, þú með þinn fína bíl, fallegu húsgögn og risa flatskjá og langan skuldahala eða nágrani þinn sem hefur bara það nauðsynlegasta og skuldar lítið? Hver sefur betur? 

Þetta hefur verið allt of dýr lærdómur. Ég fór sjálfur gengum skólakerfið en enginn minntist einu orði á þetta. Er ekki kominn tími til að gera þetta að skyldunámsgrein?

Hvernig er hægt að fara í gengum allt skólakerfið, jafnvel háskóla og koma út úr því án þess að hafa hundsvit á því hvernig á að fara með peninga? Mér er það enn minnistætt þegar starfsmenn banka nokkurs, sem nú er orðinn gjaldþrota, komu á vinnustað minn. Þeir buðu gull og græna skóga. Hins vegar kom í ljós þegar þeir voru spurðir einfaldra spurninga að þeir voru úti að aka og vissu ekkert í sinn haus. Engin furða að svo fór sem fór og að þeir tóku marga sakleysingjana með sér í fallinu.


mbl.is Skuldavandinn minni en talið var
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinna hratt á næstu dögum? Hvar var hún í gær?

Fyrir nokkru var það eitt helsta útspil ríkisstjórnar Jóhönnu að efla skyldi atvinnu og hagvöxt í landinu með því til dæmis að rækta skóg sums staðar, en grisja skóginn annars staðar. Vonandi er Jóhanna búin að átta sig á því að einn plús mínus einn er núll, eða reyndar minna en núll í þessu tilviki vegna þess að slík leikfimi mun auðvitað kosta peninga.

Mikið finnst mér manneskjan vera mikið úr takti við það sem er að gerast að hún skuli yfirleitt þora að segja það sem hún sagði. 

"Að sögn Jóhönnu var farið yfir málin í stórum dráttum, en það sem spili m.a. inn í sé að meiri óvissa ríki nú um hagvöxtinn en áður var haldið. „Það er ljóst að það þarf að vinna mjög hratt á næstu dögum og það var ákveðið að setja mikinn kraft í þetta,“ segir Jóhanna."

Hún gæti alveg eins sagt: Ég er búin að vera í stjórnmálum áratugum saman og í ríkisstjórn um nokkurt skeið. Ég hef ekkert vitað í minn haus hingað til en NÚNA er ég loksins farin að sjá á það er óvissa um hagvöxtinn.... Mér er spurn, kunna sumir ekki að skammast sín?


mbl.is Forsætisráðherra: Erfiðleikarnir eru meiri en búist var við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glórulaus hraði. Lækkið hann niðir í 60!

Ef hámarkshraðinn þarna á að vera 90, þá ætti hámarkshraðinn á flestum vegum utan fjölbýlis á Íslandi að vera 60. Þeir eru krókóttari, þrengri og með meiri beygum.

Í athugasemdum við öðru bloggi hér hafa komið fram ýmis rök fyrir að halda í hámarkshraðann 90 á Reykjanesbraut og greinilegt að þar eru mikklar mannvitsbrekkur á ferð sem hafa kynnt sér málin vandlega.

90 er nóg fyrir Norðmenn og þess vegna eiga Íslendingar ekki að fara neitt hraðar.

Ef við leyfum 110 myndu allir aka á 120 eða 130 (og myndu sennilega springa í loft upp þegar þeim geðveika hraða væri náð).

Lítill tímasparnaður er af því að aka hraðar.

Íslenskir ökumenn eru aular sem ráða ekki við meiri hraða en 90. (Komið hefur í ljós að íslenskir fjármálamenn eru aular sem ráða ekki við að hafa meira en 90 krónur til umráða hverju sinni, svo verið getur að þessi rök haldi).

Úr því að íslendingar ráða ekki við meira en 90 á þessum vegarkafla getur ekki verið að þeir ráði við meira en 60 á venjulegum dreifbýlisvegum. Ég geri það því að tillögu minni að halda fast í 90 km hámarskhraða á Reykjanesbraut og LÆKKA hámarshraðann annars staðar niður í 60. Ef menn vilja fara hraðar eiga þeir bara að ferðast með flugvél.

Sem afleiðing af þessu ætti að banna alla bíla sem komast hraðar en 90. Íslendingar ráða ekkert við að stjórna svoleiðis tryllitækjum, og hafa að auki ekkert við slíkt að gera ef ekki má fara hraðar en 90.


mbl.is Fjórir teknir á Reykjanesbrautinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hífa sig upp á hárinu.

Eitt sinn var greifi nokkur, Munchausen að nafni. Dag nokkurn sökk hann ofan í mýri en losaði sig með því að taka þéttingsfast um hár sitt og hífa sig upp. Jóhanna hefur lært þessa lexíu vel, og tekur nú greifann góða sér til fyrirmyndar.

Til þess að bjarga íslenskum efnahag þarf tvennt.

 1. Auka tekjur þjóðarbúsins með því að framleiða eitthvað, helst eitthvað sem greitt er fyrir með alvöru peningum, gjaldeyri.

2. Draga úr útgjöldum.

Að ætla sér að skattpína fólk sem berst við að halda sér á floti er ávísun á frekari eymd, brottflutning af landinu og endanlegt þjóðargjaldþrot. Blóð verður ekki kreist úr steini og Jóhanna getur ekki híft sig upp á hárinu þó hárprúð sé.

****************************************************

Þar að auki talar Jóhanna tungum tveim:

"Lykilatriði er að aukin skattheimta"

og

"Gert verði ráð fyrir að skattbyrðin verði svipuð eða lægri"


mbl.is Aukin tekjuöflun könnuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband