12.6.2012 | 19:21
Jafnrétti stundum, fyrir suma?
Hvort vill fólk jafnrétti kynjanna eða ekki?
"Að sögn Inga tekst ekki að jafna kynjahlutföllin á þennan hátt, því að undanfarin ár hafa stelpur verið 60% nýnema í skólanum"
Er það jafnrétti? Ég sé ekki betur en hallað sé á strákana. Það er margsannað að stúlkur þrokast hraðar en strákar og þess vegna kemur ekki á óvart að:
"Það er erfitt að nefna tiltekna lágmarkseinkunn en við röðum umsækjendum upp og tökum svo efstu 260 inn í skólann. Í þeim hópi eru stelpur í miklum meirihluta, segir Ingi Ólafsson, skólastjóri Verzlunarskólans."
Stúlkurnar eru í "miklum meirihluta" þeirra efstu. Ef þessu væru öfugt farið og 60% nýnema væru strákar, hvað myndi þá "móðir stúlku" segja? Húin myndi jú auðvitað láta öllum illum látum og væla og veina um að það þyrfti að vera jafnrétti meðal kynjanna og að skólinn ætti að taka inn 50% stráka og 50% stelpur, alveg óháð einkunnum.
Annað hvort er jafnrétti kynjanna á Íslandi eða ekki. Það er ekkert annað en hræsni að vilja jafnrétti og kynjakvóta en bara þegar það er öðru kyninu í hag. Þegar hallað er á konur með einhverjum hætti þykir alveg sjálfsagt að hafa reglur og kvóta til að vega upp misræmið. Af hverju er það ekki alveg eins sjálfsagt þegar hallað er á karlmenn?
Karlar ættu að standa upp gegn þessu misrétti og heimta að jafn margir strákar fái ingöngu í Versló og stelpur. Ég veit að komur myndu rísa upp ef þessu væri öfugt farið. Getur verið að karlmenn séu að verða annars flokks?
Strákum duga lægri einkunnir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.6.2012 | 17:57
Tær snilld
Til hamingju, Diljá með það að hrista af þér hlekkina. Er þetta ekki betra en að strita við að vinna og spara peninga? Ríkið tekur þá bara. Fjármagnstekjuskattur, auðlegðarskattur, hátekjuskattur, virðisaukskattur, eignaskattur, fasteignagjald, bifreiðaskattur.... Það er miklu betra að nota það sem maður á og njóta lífsins. Þegar þú kemur til baka átt þú ekkert og þeir sem eru í þannig stöðu eiga jú rétt á alls konar fyrirgreiðslu frá ríkinu sem er lokuð fólki sem leggur til samneyslunnar, á eignir og hefur tekjur.
Kerfið hvetur til þess að sem flestir geri slíkt hið sama og vona ég að þeir hafi kjark til að gera það. Njóttu þess, Diljá og til hamingju með að nota þínar eignir í eitthvað sem þig langar til að gera í stað þess að láta Steingrím smám saman hirða allt af þér. Er ekki betra að "vera á flottu hóteli á fagurri eyju og fá kannski nudd daglega" en að strita myrkranna á milli á klakanum og sjá síðan allan ávöxt erfiðisins hverfa í ríkiskassann?
Ég reikna með því að fleiri fari að átta sig á þessum sannleik og fari að njóta lífsins í stað þess að þræla fyrir ríkið.
Seldi íbúð, sagði upp vinnu og fer á flakk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.5.2012 | 04:44
Jafnrétti?
Eiginmaður bjó við ógnarstjórn í 41 ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.5.2012 | 19:03
Er manneskjan heimsk, eða fluggáfuð?
Lilja segir að lækka verði vexti og tryggingargjald. Það er allt gott og blessað, lægri vextir kæmu sér vel fyrir heimilin og atvinnulífið.
En svo segir hún að það eigi að hóta fjárfestum öllu illu...
Annað hvort er Lilja það heimsk að hún skilur ekki að til þess að vextir séu lágir þarf að skapa umhverfi sem er þannig að þeir sem fjárfesta sjái sér hag í því að lána peninga og geti ekki búist við að eignir þeirra verði færðar niður um 80% með einu pennastriki, eða kannski er Lilja miklum gáfum gædd...
Ég held að Lilja skilji þetta ósköp vel. Það sem meira er skilur hún hvað fólk vill heyra. Hún veit að hún getur komist upp með að tala svona vegna þess að það fer vel í suma, og skítt með það hvort einhver skynsemi liggi að baki eða ekki.
Lilja er stjórnmálamaður og hún gerir greinilega það sem þarf til að snúa sumu fólki á sveif með sér. Vonandi eru það samt ekki margir sem láta blekkjast og skilja að þeir sem tala í einu orðinu um að lækka vexti og í hinu um að hóta fjárfestum öllu illu tala tungum tveim.
Vill hóta eigendum snjóhengjunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.5.2012 | 20:32
Fullkomin uppgjöf
Af hverju ekki bara viðurkenna að vaskurinn er allt og hár og lækka hann? Þar sem skattpíning er óhófleg leitar fólk annarra leiða og kaupir og selur svarta vinnu. Væri ekki nær að hafa réttlátt og gangsætt kerfi þar sem fólk borgar sína hóflegu skatta með glöðu geði?
Auðvitað verður það líklega aldrei hægt vegna þess að bruðlið í ríksigeiranum krefst hárra skatta...
Átakið Allir vinna í breyttri mynd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.5.2012 | 20:26
Getur einhver hjálpað mér að skilja þetta?
Ef einhver ætlar að leigja jörð af einhverjum, af hverju gerir hann það þá ekki án þess að sveitarfélög séu að blanda sér í málið?
Til hvers er sveitarfélagið að kaupa jörðina?
Af hverju leigir eigandin hana ekki beint til Nubo?
Síðan hvenær er það hlutverk sveitarfélaga að stunda svona viðskipti?
Hver hefur mestan hag af þessu (umfram það að Nubo leigji beinta af núverandi eiganda), útsvarsgreiðendur á þessu svæði, núverandi eigandi jarðarinnar, og eða Nubo?
Er þessi díll hagstæðari fyrir eiganda jarðarinnar en ef hann leigði jörðina milliliðalaust út?
Er ekki einhver skítafýla af þessu öllu saman?
Bæjarstjórinn er bjartsýnn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.4.2012 | 19:15
"Fínn" þjófnaður frá lífeyrrisjóðum?
"Lilja segir að jafnframt væri nauðsynlegt að nota upptöku Nýkrónunnar til að laga innra ójafnvægi hagkerfisins sem felist í því að sumir eigi alltof miklar eignir, t.d. fjármagnseigendur og lífeyrissjóðir, og aðrir séu of skuldsettir. Við upptöku Nýkrónunnar þyrfti að skrifa húsnæðisskuldir þannig að 10 milljón kr. lán í núverandi krónum yrði 8 milljónir í Nýkrónu og lækka eignir fjármagnseigenda til samræmis."
Þetta er fín aðferð til að stela frá sumum en gefa öðrum. Ef ég er með þúsund krónur í vasanum og Lilja með 100 krónur, þá vill hún bara breyta peningunum mínum í 500 nýkrónur er hundraðkallinn hennar skal heita 600 nýkrónur. Hún vill sem sagt stela 500 krónum frá mér með því að finna upp einhverja nýkrónu. Af hverju rotar Lilja mig ekki bara og tekur 500 kall? Væri það kannski of hrein og bein aðferð fyrir manneskju af hennar toga? Er nauðsynlegt fyrir manneskju með hennar bakgrunn að finna upp einhverja fínni aðferð svo að hún geti rænt mig með bros á vör?
Ef hún vill taka fé fólks sem hefur sparað og nota það til að borga þeim sem reistu sér hurðarás um öxl með því að kaupa allt of mikið á bólutímanum, hús, sumarbústaði, jeppa, etc. etc. etc... ættu hún bara að segja það. Ef hún vill stela frá þeim sem spöruðu og treystu sér ekki til að kaupa húsnæði og nota peningana til að verðlauna þá sem gerðu það, þá ætti hún bara að koma til dyranna eins og hún er klædd (allsber eftir því sem ég fæ best séð) og segja að hún ætli að stela frá sumum til að gefa öðrum.
Að lokum langar mig til að vita hvað þeim sem hafa á langri starfsævi lagt stórar fjárhæðir inn í lífeyrrisjóði finnst um fullyrðingu Lilju um að lífeyrrisjóðir eigi allt of miklar eignir? Finnst þeim sjálfsagt að Lilja hirði úr þeim það litla sem eftir er og gefi þeim sem tóku lán fyrir stórum einbýlishúsum og jeppum?
Samstaða vill taka upp Nýkrónu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.4.2012 | 06:56
Mikill léttir
Það er þungu fargi af mér létt þegar ég sé þessa góðu frétt. Það vita það allir að svona starfsemi fylgja talsverðar tekjur til handa þeim sem við hana vinna. Slíkt hefði í för með sér ójöfnuð milli þeirra sem ekki fá vinnu við verið og hinna sem fá slíka vinnu. Það er auðvitað alveg ólíðandi og betra að viðhalda sem mestum jöfnuði.
Það ber einnig að líta til þess að þeir sem fá svona störf eru síður líklegir til að þurfa að leita náðir velferðarkerfisins en þeir sem eru ekki með vel launaða vinnu. Betra er að hafa sem flesta upp á velferðina komna, því að þeir sjá sér þann kost vænstann að greiða þeim atkvæði sem vilja viðhalda núverandi ástandi en forðast að styðja þá sem gætu stuðlað að ójöfnuði.
Mér þykir vænt um að sjá að ríkisstjörnin hefur staðið sig í stykkinu og stoppað þetta af. Takk, Jógríma.
Greenstone hættir við gagnaver | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
17.4.2012 | 19:56
Menntað fólk flýr lág laun, skattalega áþján og höft.
Æpandi eftirspurn eftir starfsfólki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.3.2012 | 05:49
Er búið að reka nemendurna?
Kennari í klámiðnaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)