4.12.2010 | 19:23
Gott, en Jóhanna er ekki alveg búin að fatta þetta.
Ég hef ekki fylgst mikið með fréttum frá Íslandi, en þetta er það besta sem ég hef séð frá Jóhönnu. Það er alltaf gott að reyna að draga lærdóm af fortíðinni. Mér finnst hins vegar að Jóhanna fatti þetta ekki alveg ennþá.
- Að taka ekki nægilegt mark á viðvörunarorðum um veika stöðu bankakerfisins.
- Að vinna ekki nægilega markvisst að því að greina stöðu bankanna og undirbúa aðgerðir til draga úr óhjákvæmilegu tjóni vegna veikrar stöðu þeirra.
////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////
Hún hefði líka mátt segja:
- Að leyfa ekki fjársterkum aðilum að ná óeðlilega sterkum tökum á fjölmiðlum og skoðanamyndun í landinu.
- Að leyfa ekki fjársterkum aðilum að ná of miklum áhrifum á flokkinn.
Og að lokum, það allra mikilvægasta:
- Að leggja megin áherslu á að sjónarmið góðrar siðfræði fái að ríkja í landinu. Að stöðva siðlaust athæfi manna sem hafa það eitt að leiðarljósi að soga til sín sem mest verðmæti sem á engan hátt geta talist réttmæt eign þeirra, heldur eign almennings og þess fólks sem vinnur hjá þeim fyrirtækjum sem þeir stela frá.
Samfylkingin biðst afsökunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.12.2010 | 18:39
Kennsla í fjármálum
Íslendingar hafa því miður lært slæma siði í fjámálum undanfarna áratugi.
Það er betra að eyða en spara.
Það er ekkert að því að skulda mikið.
Ef eitthvað bjátar á, þá reddast það.
Fyrir ekki ýkja löngu var það verðbólgubálið sem sá um að halda þessum hugsunarhætti gangandi. Ef þú áttir einhverja peninga, þá skruppu þeir bara saman og hurfu. Bankainnistæður báru háa neikvæða raunvexti. Betra var að eyða þeim strax, í skemmtanir, utanlandsferðir og nýja bíla. Auðvitað var líka þjóðráð að fjárfesta í steinsteypu.
Núna hefur íslendingum aftur verið kennd þessi lexía en þó með öðrum hætti. Þeir sem spöruðu fyrir útborgun í húsnæði geta nú litið á þann sparnað sem tapað fé. Enginn virðist ætla að leiðrétta það tap sem orðið hefur vegna þess að húsnæðisverð hrundi og að ævisparnaðurinn sem notaður var í útborgunina er nú glataður. Hins vegar er þeim reddað sem spöruðu ekki neitt og tóku 100% lán. Í raun og veru eru það þeir sem ekki voru á sífelldum ferðalögum til útlanda, keyptu ser ekki dýra bíla og stunduðu ekki veitingastaði og skemmtanlíf grimmt að borga brúsann fyrir þá sem gerðu það.
Vonandi skilja allir lærdóminn. Það er betra að eyða en spara. Sóun og sukk er betri en sparnaður og hófsemi. Ef einhver rugludallur heldur öðru fram má benda á reynslu undanfarinna áratuga á Íslandi. Hún sýnir ótvírætt hvor kosturinn er betri.
Skuldir færðar niður í 110% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.12.2010 | 01:06
Sárt að heyra.
Ég á varla orð. Ástandið hlýtur að vera hrikalegt ef ekki er hægt að sjá af þessari smá upphæð í vasa þeirra sem hætta lífi sínu í þágu annara. Þegar búið er að taka skatta og gjöld af þessari fjárhæð dugar hún varla fyrir kvöldmat handa einum á góðum veitingastað....
Ég skil ekki hvernig íslendingar hafa efni á að borga 63 þingmönnum laun og seinna eftirlaun, halda stjórnlagaþing, vera með dýran forseta og dýra utanríkissþjónustu en geta ekki borgað sómasamlega heilsugæslu fyrir börn, eða álag handa þeim sem hætta lífi sínu. Er ekki kominn tími til að einhver með dug og heildayfirsýn fari að taka til í þessu?
Óheimilt að greiða áhættuálag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.12.2010 | 14:32
Fánýtt þras um Guð eða Guðleysi
Þeir sem eyða tíma í að þrasa um Guð eða Guðleysi fara villur vega. Um þetta efni hafa verið skrifaðar margar skræður og margt tínt til til að afsanna eða sanna tilveru Guðs. Tímasóun. Lesið þennan gamla texta úr Demants Sútrunni (prentuð árið 868). Hann segir allt sem segja þarf:
""Subhuti, any person who awakens faith upon hearing the words or phrases of this Sutra will accumulate countless blessings and merit."
"How do I know this? Because this person must have discarded all arbitrary notions of the existence of a personal self, of other people, or of a universal self. Otherwise their minds would still grasp after such relative conceptions. Furthermore, these people must have already discarded all arbitrary notions of the non-existence of a personal self, other people, or a universal self. Otherwise, their minds would still be grasping at such notions. Therefore anyone who seeks total Enlightenment should discard not only all conceptions of their own selfhood, of other selves, or of a universal self, but they should also discard all notions of the non-existence of such concepts."
http://www.diamond-sutra.com/diamond_sutra_text/page6.html
http://www.silk-road.com/artl/diamondsutra.shtml
Góðar stundir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.11.2010 | 08:26
Himinn og helvíti
Er til helvíti? Er himnaríki til? Það er von að þú spyrjir.
"Hakuin, the fiery and intensely dynamic Zen master, was once visited by a samurai warrior.
I want to know about heaven and hell, said the samurai. Do they really exist? he asked Hakuin.
Hakuin looked at the soldier and asked, Who are you?
I am a samurai, announced the proud warrior.
Ha! exclaimed Hakuin. What makes you think you can understand such insightful things? You are merely a callous, brutish soldier! Go away and do not waste my time with your foolish questions, Hakuin said, waving his hand to drive away the samurai.
The enraged samurai couldnt take Hakuins insults. He drew his sword, readied for the kill, when Hakuin calmly retorted, This is hell.
The soldier was taken aback. His face softened. Humbled by the wisdom of Hakuin, he put away his sword and bowed before the Zen Master.
And this is heaven, Hakuin stated, just as calmly."
We create our own heaven and hell.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.10.2010 | 12:51
Maður með vit
Sameining spari milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.7.2010 | 01:00
Að skattleggja tap
Mér fyndist sjálfsagt að hækka fjármagnstekjuskatt í 20% ef hann væri raunverulega skattur á tekjur. Ef maður fær 5% vexti þegar verðbólgan er 7% hefur maður tapað 2% eða hvað? Hvernig er það verjandi að taka 20% af þeirri þessum vöxtum sem nægja ekki einu sinni til að það fé sem er á sparireikning haldi verðgildi sínu? Í mínum augum er í slíkum tilfellum um hreinan þjófnað að ræða og ætti að refsa þeim aðilum sem gera sig seka um slíkt.
Íslenska ríkið er of dýrt í rekstri og ef þjóðin ætlar að halda sjálfstæði sínu (það má deila um hvort íslendingar eru sjálfstæðir nú þegar þetta er skrifað og erlendir lánardrotnar virðast ráða ríkum í landinu) verða þeir að sníða sér stakk eftir vexti. Rándýr ríksrekstur með 63 þingmönnum og untanríksþjónustu sem er allt of dýr er enfaldlega til þess fallinn að sökkva skútunni. Við þurfum ekki 63 atvinnuþrasara. Við þurfum ekki sendiráð hingað og þangað...
Vilja hækka hátekjuskatt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.5.2010 | 10:16
Janteloven
"Generally used colloquially as a sociological term to negatively describe an attitude towards individuality and success claimed to be common in Scandinavia, it refers to a supposed snide, jealous and narrow small-town mentality which refuses to acknowledge individual effort and places all emphasis on the collective, while punishing those who stand out as achievers."
http://en.wikipedia.org/wiki/Jante_Law
Þetta lögmál er sterkt í þessu ríki leiðilegra smákarla.
Ég er ný búinn að lesa um ferð Roald Amundsens til suðurpólsins. Hann stóð upp úr fjöldanum og norðmenn vildu ekkert með hann hafa og enga aðstoð veita honum. Það hefði getað farið illa ef ekki hefði til komið hjálp auðmanns í Argentínu. Svona voru þeir og greinilegt er að svona eru þeir enn, greyin.
"There are ten different rules in the law as defined by Sandemose, but they all express variations on a single theme and are usually referred to as a homogeneous unit: Don't think you're anyone special or that you're better than us.
The ten rules state:
- Don't think that you are special.
- Don't think that you are of the same standing as others.
- Don't think that you are smarter than others.
- Don't fancy yourself as being better than others.
- Don't think that you know more than others.
- Don't think that you are more important than others.
- Don't think that you are good at anything.
- Don't laugh at others.
- Don't think that any one of us cares about you.
- Don't think that you can teach others anything.
A further rule recognised in the novel is: 11. Don't think that there is anything we don't know about you."
Tók stöðu gegn Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
24.4.2010 | 20:27
Vissi ekki að hann væri svona mikill bjáni.
Ég á ekki orð... Segjum svo að honum hefði verið leyft að fljúga. Hann hefði þá orðið æfur og heimtað bætur fyrir allar vélarnar sem eyðilögðust. Hvað hefði hann gert ef einhver hefði farist? Er von að maður spyrji?
Auðvitað er aska í mis miklu magni staðbundið. Það er hins vegar engin leið að vita hvort hún er nógu lítil til að óhætt sé að fljúga. Það er einfaldlega ekki réttlætanlegt að hætta á slíka tilraunastarfsemi með rándyrar flugvélar og líf farþega. Eg einhver efast um að aska geti eyðilagt flugvélar vil ég benda þeim á að nokkrar herflugélar sem flugu í öskunni eru með ónýtar vélar sem ekki mun kosta neitt smáræði að gera við.
Sú staðreynd að þessar herflugvélar eru nánast ónýtar sannar að þessi fullyrðing:
"Okkar verkfræðingar og allir sérfræðingar sögðu okkur að það væri engin hætta við að fljúga og það hefði aðeins verið hættulegt ef við hefðum flogið nálægt Íslandi," hefur norska blaðið Aftenposten eftir Branson."
er alröng.
Ég mun í framtíðunni forðast að skipta við Branson og hans fyrirtæki, pengarnir virðast skipta hann meira máli en öryggi farðega.
Vill bætur fyrir flugbannið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.12.2009 | 19:11
Öfgafullir rökleysingjar
Þeir halda því fram að græn orka sé ekki til.
"Spellvirkjarnir mótmæla því og segja að hugtakið græn orkasé ekki til, sér í lagi ef hún er notuð til að knýja þungaiðnað."
Ég vorkenni þessu fólki. Til að vera sjálfu sér samkvæmt notar það líklega ekki neina orku til að hita húsin sín vegna þess að græn orka er "ekki til". Það hlýtur að vera köld vist á veturna, þarna í Danmörku. Eða skyldu þetta vera hræsnarar sem nota orku sér til hagsbóta þegar þeim sýnist og gagnrýna svo aðra fyrir það sama? Ég hallast að hinu síðarnefndu.
Telur þessi hópur sólarorku ekki vera græna orku? Það væri til lítils að þrasa ef sólarorkunnar nyti ekki við, þá væri jú ekkert okkar á lífi og hér væri nánast alkul.
Til þess að hægt sé að skapa viðunandi lífskjör fyrir allan þann fjólda fólks sem býr á jörðinni þarf stóriðju. Þetta er staðreynd og það er líka staðreynd að stóriðja þarf orku. Að kvarta yfir því að stóriðja skuli knúin af endurnýjanlegri orku sem mengar ekki er vægast sagt undarlegt. Vilja þeir frekar brenna kolum og olíu og auka þar með á gróðurhúsaáhrifin? Kannski vilja þeir kjarnorku? Vilja þeir kannski fækka fólki á jörðinni og draga þannig úr mengun? Spyr sá sem ekki veit.
Unnu spjöll á sendiráði Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)