Á að gera fólk að þrælum?

80 ár! Það er nefninlega það. Hvað skyldi fólk borga oft fyrir kofann á 80 árum? Ég held að fólk verði ekki búið að borga fyrir eitt hús, heldur heilt hverfi þegar 80 ár eru liðin. Ef það er frjálslynd hugmynd að hneppa fólk, jafnvel margar kynslóðir í skuldafjötra af þessum toga, þá var Mao kapitalisti.

Kannski vilja þessar konur að bankastjórarnir geti áfram keyrt um á fínum bílum og verið á ofurlaunum meðan venjulegt fólk berst við að borga lánið. Svona aðgerðir bjarga engu nema illa reknum fjármálastofunum sem með bruðli sínu og skammsýni hafa nánast steypt þjóðinni í glötun.


mbl.is Vilja að lánstími verði tvöfaldaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaðan eiga allir þessir bílar að koma?

Það verður víst að henda þessu mati í ruslið því það er byggt á úreltum forsendum. Það er ekkert að því að ráðast í framkvæmdir til að halda uppi atvinnu í landinu en það verður að skoða hagkvæmni og gagnsemi slíkra framkvæmda vandlega.

"Sú umferð verður fyrst og fremst til og frá fyrirhugaðri íbúðabyggð í Hamrahlíðarlöndum."

Hvaða íbúðabyggð? Fyrir hverja?

Um þessar mundir virðist sem fleiri bílar séu fluttir úr landi en inn. Nóg er af vegum fyrir þá sem eftir eru.

 


mbl.is Mikilvæg samgöngubót komin í matsferli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórkostleg tunglmynd af landinu

Vil byrja á að þakka Einari Sveinbjörnssyni fyrir að benda á þessa myndi í upphafi.

http://esv.blog.is/blog/esv/#entry-796120

Þeir hjá NASA hafa verið svo góðir að vinna þessa mynd enn betur og er hægt að skoða hana hérna (Ég rakst á þetta þegar ég var að leita að myndum af skógareldum í Ástralíu):

http://rapidfire.sci.gsfc.nasa.gov/gallery/?2009033-0202/Iceland.A2009033.1255.250m.jpg

Hérna er suðvesturhorn landsins í 250m upplausn en sjá má allt landi hjá NASA

 

 swiceland.jpg


Rakastig aðeins um 4%!

Hrikaleg frétt. Við getum þakkað fyrir að svona veður er aldrei á Íslandi. Eins og sjá má á þessu veðurkorti frá suðaustur Ástralíu er hitinn 46 stig (talan ofarlega til vinstri við hverja veðuratugunarstöð) á stóru svæði. Kortið er frá sjöunda Febrúar kl. 4 síðdegis að staðartíma. Rakinn er mjög lítill. Talan neðst til vinstri við hverja stöð sýnir daggarmark sem er sá hiti sem lækka þarf loft niður í við óbreyttan þrýsting og óbreytt rakainnihald til að rakinn í loftinu þéttist. 

seaus-1.jpg

(smellið tvisvar til að sjá þetta betur)

 

Vinstra megin á myndinni má sjá athugun frá litlum bæ sem heitir Coober Pedy. Þar mældist hitinn 43 stig en daggarmarkið -7! það þýðir að rakainnihald aðeins um 4%. Það er ótrúlega þurrt og engin furða að gróður fuðri upp við slík skilyrði.

Hitinn í Melbourne náði rúmum 46 stigum en það er met fyrir borgina.

"UPDATE 9.45pm A COOL change has ended Melbourne's hottest ever day, with temperatures falling almost 20 degrees in an hour.

Melbourne hit 46.4 degrees at 3.05pm, breaking the record for the all-time hottest day previously set in 1939 with 45.6 degrees on Black Friday."

http://www.news.com.au/heraldsun/story/0,21985,25020546-661,00.html

Það er talað um "cool change" í þessari frétt og það má sjá það glögglega á kortinu að skörp kuldaskil eru að nálgast borgina.

 


mbl.is Enn hækkar tala látinna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skattaáþján er engin lausn

Það að refsa fólki sem getur unnið og nennir að vinna er óhæfuverk. Ég man eftir því þegar ég var að koma mér þaki yfir höfuðið. Ef ég vann einhverja yfirvinnu lenti það alltaf í hæsta skattflokki og að lokum komst ég að þeirri niðurstöðu að það tæki því varla að leggja á mig aukavinnu því skatturinn hirti það mestallt hvort sem var.

Ef það er raunverulegur vilji fyrir því að efla hagkerfið og "slá skjaldborg um heimilin" ætti ekki að refsa þeim sem reyna að vinna sig upp úr vandanum.   Það verða engir peningar til, til þess að bjarga heimiliunum svo ekki sé talað um heilbrigðis og menntakerfinu ef enginn nennir að vinna. 

Það sem þyrfti að gera er að leggja af störf þeirra sem framleiða ekkert annað en froðusnakk, til dæmis með því að fækka þingmönnum niður í 20 og fá hinum 40 í hendur störf sem skapa verðmæti fyrir þjóðarbúið.

Íslendingar eru ekki margir og miðað við fjólksfjölda er yfirbyggingin fáranlega þung. Allir góðir sjómenn vita hvað gerist þegar yfirbyggingin þyngist um of. Skipið fer á hvolf og það sekkur.


mbl.is Vill dreifa skattbyrðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dýrin þjáðust af gyðingahatri

Í réttmætri reiði vegna gyðingahaturs dýranna í dýragarði Gaza voru flest þeirra drepin. Enda báru þau mikla ábyrgð á baráttu Hamas gegn Ísrael. Alveg jafn mikla ábyrgð og konur, börn og gamalmenni sem voru drepin á Gazasvæðinu.

Vinir Ísraels geta glaðst yfir þessum fréttum. Búið er að drepa flest dýrin í garðinum, enda hötuðu þau augljóslega gyðinga...

"There was not a single person in this zoo. Just the animals. We all fled before they came. What purpose does it serve to walk around shooting animals and destroying the place?' Inside one cage lie three dead monkeys and another two in the cage beside them. Two more escaped and have yet to return. He points to a clay pot. 'They tried to hide', he says of a mother and baby half-tucked inside.

Qasim says that his main two priorities at the moment are rebuilding the zoo and taking the Israeli army to court."

http://story.chinanationalnews.com/index.php/ct/9/cid/9366300fc9319e9b/id/458766/cs/1/

 


mbl.is Hamas gagnrýnd fyrir að nota óbreytta borgara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Út að hjóla

Hér á Nýja Sjálandi er mikil og góð vélhjólamenning. Margar skemmtilegar leiðir að fara og góður félagskapur. Ég er ný kominn heim úr einni slíkri. Þarna gefst kostur á að spjalla við aðra vélhjólamenn um kosti og galla mismunandi hjóla, og ýmis atriði tengd akstri.

Í dag var farið yfir skarð sem liggur í um 550m hæð yfir sjávamáli. Vegurinn hlykkjast langar leiðir í eintómum beygjum og er fátt jafn skemmtilegt og að hjóla þessa leið.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Óli er ábyrgðarlaus

Af öllu því furðulega sem ég hef lesið í fréttum upp á síðkastið er þetta það ótrúlegasta. Halda mætti að Ólafur geti lært af mistökum og sjái að þau afskipti sem hann hafði af stjórnmálum þegar hann stöðvaði fjölmiðlalögin voru afar óheppileg og settu skugga á hanns embætti.

Að halda áfram á sömu braut finnst mér jaðra við geðveiki. Er hann að reyna að bæta fyrir fyrri syndir? Ég held að það væri honum best að sinna HEFÐBUNDUM störfum síns embættis og láta þá sem þjóðin hefir kosið til að stjórna landinu um að gera vinnuna sína (hvað sem mönnum kann að finnast um frammistöðu þeirra).

Úr stjórnarskrá Íslands:

13. grein

Forsetinn lætur ráðherra framkvæma vald sitt.

11. grein

Forseti lýðveldisins er ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum. Svo er og um þá, er störfum hans gegna.

 

http://www.snerpa.is/net/log/stjornar.htm

 

Stjórnarskráin segir þetta betur en ég gæti nokkurn tíma gert.

 

 


mbl.is Björn: Forsetinn gekk á svig við hlutleysi sitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vísindamenn sammála um hlýnun af mannavöldum

Þrátt fyrir að ýmsir hagsmunahópar hafi viljað halda því gagnstæða fram, þá kemur í ljós að þeir sem best þekkja til, það er vísindamenn sem rannsaka fyrirbærið eru upp til hópa sammála.

"In analyzing responses by sub-groups, Doran found that climatologists who are active in research showed the strongest consensus on the causes of global warming, with 97 percent agreeing humans play a role. Petroleum geologists and meteorologists were among the biggest doubters, with only 47 and 64 percent respectively believing in human involvement. Doran compared their responses to a recent poll showing only 58 percent of the public thinks human activity contributes to global warming.

"The petroleum geologist response is not too surprising, but the meteorologists' is very interesting," he said. "Most members of the public think meteorologists know climate, but most of them actually study very short-term phenomenon."

He was not surprised, however, by the near-unanimous agreement by climatologists.

"They're the ones who study and publish on climate science. So I guess the take-home message is, the more you know about the field of climate science, the more you're likely to believe in global warming and humankind's contribution to it.""

http://www.eurekalert.org/pub_releases/2009-01/uoia-ssa011609.php 


Mörg mál af þessum toga á undanförnum árum?

Þetta mál er allt eins og furðulegur farsi. Sjeik frá Katar.... Það sem mér finnst þó vera furðulegast er að Ólafur hélt að hann myndi komast upp með þessar hundakúnstir.

"Jafnframt er óheimilt samkvæmt lögum að láta tengda aðila fá hagstæðari viðskiptakjör en almenna viðskiptavini bankans,“ segir lögmaðurinn."

Það getur varla verið ljósara. Hvort sem Ólafur fær að dúsa í steininum fyrir þetta eða ekki, þá fæ ég ekki séð að hann geti borið höfuðið átt í Íslensku samfélagi í framtíðinni.

Getur verið að hefð hafi skapast fyrir svona hundakúnstum á undanförnum árum? Fyrst Jón komst upp með þetta eitt árið, því skyldi ekki séra Jón komast upp með það næsta ár? Hver ber ábyrgð á því að svona viðskipahættir voru ekki upprættir með hörku þegar fyrst fór að bera á þeim? Það virðist næstum því hafa skapast hefð fyrir þessu og mörgum þessara peningamanna finnst að því er virðist ekkert athugavert við svona athæfi.

Gamla tuggan, "löglegt en siðlaust" á ekki við. Þetta virðist einfaldlega vera ólöglegt.

 


mbl.is Lánin mögulega lögbrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband