21.1.2009 | 08:29
Lýðskrum og sýndarmennska
Lýðskrum og sýndarmennska eru þau orð sem fyrst koma upp í hugann þegar þessi frétt er lesin. Ef samfylkingin vill raunverulega kosninger getur hún slitið stjórnarsamstarfinu í dag.
Ríkisstjórnin þarf annað hvort að fara að taka á þeim vanda sem núna blasir við eða koma sér í burtu og leyfa þeim að taka við sem hafa að minnsta kosti vilja til að gera eitthvað.
Ef ríkisstjórnin gerir ekki eitthvað strax í dag til að tryggja atvinnu og auka á bjartsýni í landinu liggur ekkert annað fyrir en frekari vonleysi og landflótti. Að eyða tíma í svona útúrsnúninga og smámuni eins og bjór og léttvín í verslunum er glæpsamlegt.
![]() |
Meirihluti geti krafist kosninga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.1.2009 | 07:45
Hefði verið nær að stela nokkrum milljörðum.
![]() |
Þrír handteknir með kókosbollur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.1.2009 | 07:35
Hvílik dirfska....
Jæja... Ég verð að viðurkenna að þeim mun fleiri fréttir sem ég les um þessi fjármál, þeim mun meiri furðu er ég lostinn.
Ísland er lítið land og lítið samfélag. Mér er það spurn hvernig menn sem hafa orðið uppvísir að því athæfi sem segir frá í þessari frétt, og þjóðin er núna að borga fyrir, geta látið sjá sig á almannafæri? Það væri eins og að ganga um með kúk í buxunum og allir gætu fundið fýluna.
Hvernig datt þeim í hug að haga sér svona? Hvílík dirfska segji ég. Flestir Íslendingar þekkja þessi orð:
- Deyr fé,
- deyja frændur,
- deyr sjálfur ið sama.
- En orðstír
- deyr aldregi
- hveim er sér góðan getur.
Þessir menn hljóta að vita þetta. Mér er alveg sama hvað ég á mikla peninga, ef ég get ekki látið sjá mig meða fólks vegna þess að af mér er skítalykt eru þeir einskis virði. Margur verður af aurum api eins og sagt er.
Fara þessir menn í útlegð eða láta þeir sig hafa það að vera þekktir af þessum gjörðum?
![]() |
Milljarðalán án áhættu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.1.2009 | 04:06
Álver, virkjanir og ær.
Um þessar mundir berjast margir um á hæl og hnakka gegn virkjunum og álverum. Má ég biðja þá um að snúa sér að einhverju sem hefur enn meiri og skaðlegri áhrif á umhverfi landsins en það er lausaganga sauðfjár.
Þau spjöll sem sauðfé vinnur á landinu er stærri og augljósari en allar þær virkjanir og álver sem búið er að koma upp, þó fleiri væru.
Ég vil líka benda á að orka framleidd með fallvötnum er mun umhverfisvænni á hnattræna vísu en orka sem framleidd er með kolum og olíu. Skiptir það engu máli?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.1.2009 | 19:11
Fáránleg setning...
Orð Ólafs vekja margar spurningar.
"3. Viðræðurnar við Al Thani fjölskylduna leiddu til þess að fjölskyldan, í nafni Q Iceland Finance ehf., keypti 5% hlut í Kaupþingi. Kaupþing lánaði helming kaupverðsins beint til félags í eigu Al Thani og lagði Al Thani fram ábyrgðir að upphæð 200 milljónir evra vegna þessarra og annarra væntanlegra viðskipta. Ég samþykkti, og hefði betur aldrei gert, að vera eigandi að félagi sem lánaði síðan hinn helminginn af kaupverðinu án persónulegra ábyrgða. Það var gert að beiðni hlutaðeigandi og til þess að ábyrgð þeirra yrði með því móti takmörkuð við 50% kaupverðs hlutabréfanna."
Til hvers var verið að standa í þessu ef Al Thani thurfti að fá allt kaupverðið að láni?
"Kaupþing lánaði helming kaupverðsins beint til félags í eigu Al Thani"
"Ég samþykkti, og hefði betur aldrei gert, að vera eigandi að félagi sem lánaði síðan hinn helminginn af kaupverðinu"
Úr því AT þurfti að fá helminginn lánaðan hjá Kaupþingi og hinn helminginn frá öðrum, hver var þá raunverulegur tilgangur með þessu öllu saman? Ég get ekki betur séð en að Kaupþing hafi verið að kaupa í Kaupþingi í gegnum AT. Hvers vegna?
Og hvers vegna í ósköpunum lánaði félag í eigu Ólafs að hinn helminginn?
Ef AT gat eða vildi ekki kaupa í Kaupþingi án þess að taka allt að láni, hver var þá tilgangurinn?
Ég spyr hver það var hjá Kaupþingi sem heimilaði þessa æfingu og hvers vegna?
Ólafur segir enn fremur:
"Markmiðið með þátttöku minni í þeirri vegferð að fá Al Thani fjölskylduna sem hluthafa í Kaupþing var fyrst og fremst til að styrkja bankann í því umróti sem ríkti á alþjóðlegum fjármálamörkuðum."
Er hægt að taka þessi orð trúanleg? Miðað við að AT þurfti að fá alla peningana lánaða finnast mér þessi orð Ólafs um markimiðið vera fáránleg.
![]() |
Ólafur segir engan hagnað hafa runnið til sín |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.1.2009 | 20:07
Hvað er ríkisstjórnin að gera til þess að halda uppi atvinnu?
Það hlýtur að vera eitt mesta forgangsverkefni ríkisstjórnarinnar að halda uppi atvinnu í landinu. Hefur hún sett saman einhverja heildstæða og skynsamlega stefnu í þessu skyni?
Hefur allt verið gert til þess að halda í þessi störf? Hefur kostnaður verið skorinn niður? Hefur mönnum verið gefinn kostur á að taka á sig launalækkun til að þeir geti haldið starfinu?
Að segja fólki einfaldlega upp án þess að kanna alla aðra kosti fyrst er ábyrgðarleysi. Það er ekki ódýrara fyrir þjóðarbúið að borga atvinnuleysisbætir og bera kostnað við aukið álag á heilbrigðiskerfið sem hlýtur að myndast þegar mikill fjóldi fólks er atvinnulaus.
Nú á tímum niðurskurðar hjá flestum fyrirtækjum er erfitt að gera sér grein fyrir því hvert þeir sem nú missa störfin eiga að snúa sér. Er ætlast til þess að þeir flytji af landi brott?
![]() |
Uppsagnir hjá Gæslunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.1.2009 | 19:31
Bankahrunið reyndist vera blekking...
"embættismenn veltu því nú fyrir sér hvort umrædd kaup hafi í raun átt sér stað eða hvort þau hefðu verið blekking."
Er ekki kominn tími til að svona lið taki pokann sinn og snúi sér að einhverju sem það ræður við, eins og til dæmis að spila lúdó eða eitthvað þess háttar?
Getur verið að bankahrunið hafi verið blekking, og nægir peningar til að greiða skuldir bankanna leynist í plastpoka einhvers staðar?
![]() |
25 milljarða króna greiðsla týnd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.1.2009 | 19:35
Heimskulegt að selja núna
Væri ekki nær að halda í þessar eignir þangað til verð á fasteignum hækkar aftur? Varla getur verið mikið vit í að selja þessar eignir núna þegar verðið er í lágmarki. Skynsamlegra væri að leigja eignirnar út og bíða betri tíma með að selja þær.
Er ekki kominn til að sýna skynsemi í fjármálum? Svona "knee jerk reaction" er engum til góðs.
![]() |
Sendiráðsbústaðir seldir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.1.2009 | 19:21
Heilakórallar gefa vísbendingu um veðurfar á Norður Atlantshafi
Ég vil benda á þessa áhugaverðu fréttatilkynningu:
http://www.whoi.edu/page.do?pid=7545&tid=282&cid=54686&ct=162
Þessar rannsóknir benda til þess að hlýnun hafi það í för með sér að breytileki veðurfarsins á norður Atlantshafi fari vaxandi.
When the Industrial Revolution begins and atmospheric temperature becomes warmer, the NAO takes on a much stronger pattern in longer-term behavior, said Goodkin. That was suspected before in the instrumental records, but this is the first time it has been documented in records from both the ocean and the atmosphere.
As temperatures get warmer, theres potential for more violent swings of the NAO the phases becoming even more positive and even more negative, Hughen added. If the NAO locks more into these patterns, intense storms will become more intense and droughts will become more severe.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 19:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.1.2009 | 18:55
Hvaða laun eru í boði, og hver á að borga?
Úr þvi að almenningur á þessa blessaða banka núna býst ég við að allir viti hvaða launkjör á að bjóða þessum nýju bankastjórum. Eða hvað?
Ég reikna með að það þurfi að borga nokkuð vel til að fá hæft fólk til að taka við þessum rústum. Væri ekki hægt að fá peningana sem þarf til þess úr vasa þeirra sem áður voru "ábyrgir" fyrir rekstri bankans og voru á ofurlaunum. Væri ekki upplagt að gömlu bankastjórnarnir borgi þessum nýju furir að moka skítinn eftir sig?
![]() |
Bankastjórastöður auglýstar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)